3.9.2007 | 20:53
Frábærir
þetta fannst mér skemmtileg frétt og dái þá fyrir dugnaðinn. Menn sem eru á kafi í vinnu og leiklist, spilandi út og suður og nú farnir í fótbolta. Eins gott að það var ekki búið að finna upp ritalin þegar þessir ólust upp fyrir norðan.
Ekki kemst ég á tónleikana þessa frekar en alla hina sem ég hef heyrt af. Gengur eitthvað illa að samræma alla tíma þegar þeir eiga í hlut. En hlusta oft á diskinn og skemmti mér vel.
Áfram Ljótu hálvitarnir !!!
Hálfvitar heita á Völsungsstúlkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú verður bara hreinlega að láta okkur vita hvenær þú ert laus svo við getum haldið fyrir þig tónleika. Nema við skorum kannski bara á þig í hannyrðakeppni. :)
Sævar hálfviti (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 02:51
Þeir eru frábærir, ég sá þá á Nasa við Austurvöll í síðustu viku.
Það var upplifun eftir að hafa hlustað svona oft á diskinn að upplifa hver af þeim gerði hvað og setja andlit við raddir.
Við erum orðin að algjörum Ljótu hálfvita aðdáendum
Ísdrottningin, 13.9.2007 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.