Hekla er 10 ára í dag

L270707%20005

Ljósið í lífi mínu hún Hekla dótturdóttir mín er 10 ára í dag. Til hamingju Hekla og Blikabúar.

Ég er ekki viss um að ég væri á lífi í dag ef þessi elska hefði ekki komið í heiminn á þessum tíma og bjargað mér úr fjötrum geðveikinnar. Hún varð ljósið sem leiddi mig þá leið sem ég þurfti að ganga 5 ár á geðdeild þar sem ég fékk topp þjónustu sem því miður er ekki í boði í heilbrigðiskerfinu á Íslandi lengur.

Hekla er mér mjög náin eins og má sjá af færslum mínum hér allt frá því ég hóf að blogga fyrir 3 árum réttum Hér er upphafið Merkilegt hvað bloggið hefur leitt mann.

Fleiri eiga afmæli í dag eins og hann Tommi sem er 6 ára í dag og nýbyrjaður í skóla.

Og það sem mér finnst mjög merkilegt er að í dag eru 20 ár frá því að Trimmklúbbur Eddu var stofnaður. Skrifa meira um það seinna.

Til hamingju með daginn Hekla, Tommi og Edda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með batann og dótturdótturina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 01:34

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þetta er afbragðsgóður dagur Heillaóskir til þeirra beggja.

...og til hamingu með allt saman Ása! Þú ert frábær.

Laufey Ólafsdóttir, 6.9.2007 kl. 03:09

3 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Til hamingju með dótturdótturina Ása , hún er æðisleg  . Hafði það sem allra best og eigðu frábæran dag í dag .

Kveðja Heiða og Victoría Rut

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 6.9.2007 kl. 13:35

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú finnst mér tími til kominn að við gerumst bloggvinir, við erum jú í leshring saman og svo langar mig að kynnast þér á blogginu. Til hamingju með fallegu stúlkuna þína.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 17:33

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Bráðhugguleg stúla, til hamingju með barnabarnið Ása Hildur.

Kveðja:

Sigfús Sigurþórsson., 7.9.2007 kl. 22:07

6 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Takk fyrir allar hamingjuóskirnar

Er að drukkna í verkefnum og mígreniköstum, hef því ekki bloggað eða fylgst mikið með bloggum.

Er þó að ströggla við leshringsbókina milli hrina. Hún er ansi strembin.

Já Ásdís velkomin í hópinn, tími til kominn 

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 8.9.2007 kl. 00:07

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Til hamingju með dótturdótturina og batann Ása Hildur mín.

Svava frá Strandbergi , 8.9.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband