6.9.2007 | 01:03
Hekla er 10 ára í dag
Ljósið í lífi mínu hún Hekla dótturdóttir mín er 10 ára í dag. Til hamingju Hekla og Blikabúar.
Ég er ekki viss um að ég væri á lífi í dag ef þessi elska hefði ekki komið í heiminn á þessum tíma og bjargað mér úr fjötrum geðveikinnar. Hún varð ljósið sem leiddi mig þá leið sem ég þurfti að ganga 5 ár á geðdeild þar sem ég fékk topp þjónustu sem því miður er ekki í boði í heilbrigðiskerfinu á Íslandi lengur.
Hekla er mér mjög náin eins og má sjá af færslum mínum hér allt frá því ég hóf að blogga fyrir 3 árum réttum Hér er upphafið Merkilegt hvað bloggið hefur leitt mann.
Fleiri eiga afmæli í dag eins og hann Tommi sem er 6 ára í dag og nýbyrjaður í skóla.
Og það sem mér finnst mjög merkilegt er að í dag eru 20 ár frá því að Trimmklúbbur Eddu var stofnaður. Skrifa meira um það seinna.
Til hamingju með daginn Hekla, Tommi og Edda.
Athugasemdir
Til hamingju með batann og dótturdótturina.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 01:34
Þetta er afbragðsgóður dagur Heillaóskir til þeirra beggja.
...og til hamingu með allt saman Ása! Þú ert frábær.
Laufey Ólafsdóttir, 6.9.2007 kl. 03:09
Til hamingju með dótturdótturina Ása , hún er æðisleg . Hafði það sem allra best og eigðu frábæran dag í dag .
Kveðja Heiða og Victoría Rut
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 6.9.2007 kl. 13:35
Nú finnst mér tími til kominn að við gerumst bloggvinir, við erum jú í leshring saman og svo langar mig að kynnast þér á blogginu. Til hamingju með fallegu stúlkuna þína.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 17:33
Bráðhugguleg stúla, til hamingju með barnabarnið Ása Hildur.
Kveðja:
Sigfús Sigurþórsson., 7.9.2007 kl. 22:07
Takk fyrir allar hamingjuóskirnar
Er að drukkna í verkefnum og mígreniköstum, hef því ekki bloggað eða fylgst mikið með bloggum.
Er þó að ströggla við leshringsbókina milli hrina. Hún er ansi strembin.
Já Ásdís velkomin í hópinn, tími til kominn
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 8.9.2007 kl. 00:07
Til hamingju með dótturdótturina og batann Ása Hildur mín.
Svava frá Strandbergi , 8.9.2007 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.