8.9.2007 | 21:45
Myndablogg
Hér koma nokkrar myndir sem skýra að hluta hversu upptekin ég hef verið síðustu daga.
Trimmklúbburinn Edda varð 20 ára á fimmtudaginn Af því tilefni fórum við í dagsferð upp í Borgarfjörð. Við fórum gegnum Þingvelli og að Fossatúni og svo Dragann og Hvalfjörðinn heim. Í Fossatúni við Grímsá snæddu við æðislega góðan hádegisverð eins í góðum félagsskap. Eftir matinn tók hver listviðburðurinn við á fætur öðrum. Í ljós koma að börn klúbbfélaga eru sérdælis listfeng og sungu og skemmtu af stakri snilld. Við fengum stórtenórinn Snorra Hjálmarsson sem er sonum Möggu og Hjálmars jólaprins til að syngja fyrir okkur. Ég er svo kolfallin fyrir honum að ég á pottþétt eftir að sæta lagi að komast á tónleika hjá honum og fá mér disk sem hann hefur gefið út. Önnur söngkona kom sem ég veit ekki nafnið á og söng líka eins og engill hún er dóttir Ásbjargar sem hefur verið að kenna okkur annað veifið í sundleikfiminni. Auk þess sem tveir píanóleikarar léku fyrir okkur af stakri snilld. Tvær kisur komu svo og sungu fyrir okkur kattardúettinn óborganlegar. Þetta var skemmtilegur dagur og góður. Fleiri myndir HÉR
Við í stjórn Halaleikhópsins höfum staðið í stórræðum og hver fundurinn á fætur öðrum tekið við. Í ansi mörg horn að líta og mikið að rita fyrir ritarann ;-)
Öddi minn er á leiklistarnámskeiði og þar sem lyftubúnaðurinn fyrir hjólastólinn er ekki enn kominn í bílinn hef ég verið að skutlast fram og til baka og redda hjólastólnum. Ekki það að það hefur verið mjög skemmtilegt, námskeiðið er mjög skemmtilegt og áhugavert.
Fleiri myndir af námskeiðinu má sjá HÉR
Við vorum svo á þankaroksfundi um undirbúning fyrir Gaukshreiðrið . Guðjón Sigvaldason ætlar að leikstýra okkur og hefst það í nóvember. Fleiri myndir HÉR. Hér fyrir neðan sést þegar formaðurinn handsalar samninginn eftir undirritun.
Í mörgu er að stússa í leikhópnum enda er þetta afmælismánuður, hápunktur afmælisársins og í ansi mörg horn að líta. Við ætlum að halda veglega afmælisveislu með tilheyrandi skemmtiatriðum og veitingum. Stuttverkakvöld og bíókvöld í október. Margt smátt er að bresta á í Borgarleikhúsinu þar tökum við örugglega þátt á einn eða annan hátt. Sem sagt ýmislegt í pípunum og allt á fullu. Erfiðar fæðingarhríðar á sumu meðan annað gengur velsmurt.
Enn er ekki komin dagsetning á S. Afríkuferðina en ég er búin að fara í 4 sprautur just in case. Og er að skipuleggja eitt og annað í tengslum við brottför mína, virðist vera ómissandi í hugum sumra og er að vinna gegn því. Stal þessum myndum af síðunni í Greyton mér virðist að það hafi rignt þar líka og líka verið rómantískt kvöld með kertum ivð innganginn. Hlakka mikið til þessa ævintýris.
Athugasemdir
Greinilega fullt að gerast hjá þér. Hvað stendur til í Afríku. ?? kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 22:01
Ásdís mín bara lesa lengra aftur.
Bróðir minn og mágur sem búa þar buðu mér í heimsókn :-)
Meira um það seinna.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 9.9.2007 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.