9.9.2007 | 00:16
Í þá gömlu góðu daga
Í mörg ár lét maður sig ekki vanta þarna og átti góðar stundir en strembnar.
Svo tók við reksturinn á fénu heim og það var mikið fjör á þessum árum.
Að maður gleymi nú ekki svo réttarböllunum í Víðihlíð þar var sko stuð úti um alla móa.
Nú er maður ekki í neinum almennilegum tengslum við fólkið sitt í Húnavatnssýslunni.
Lífið er stundum skrítið og fer með mann í hringi.
Er fegin í dag að vera ekki blá og marin á lærunum eftir þær hyrndu.
Bið að heilsa norður í sveitina mína
Réttað í Auðkúlurétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, asskoti var maður skrautlegur á lærunum eftir gimbrarhornin. Ég var alltaf í Reyjahlíðarrétt í Mývatnssveit. Rosalega gaman. Ég held þó að mér hafi þótt mest gaman þegar ég fékk að fylgja safninu frá Námuskarði niður í rétt.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2007 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.