11.9.2007 | 10:50
Ég er Nörd ekki nokkur spurning
Í öllu annríki síðustu daga hef ég uppgötvað alveg nýtt nördagen í mér. Minn heittelskaði var að sýsla með músík as usual fyrir leiklistarnámskeiðið. Þurfi klippingu á nokkrum lögum og eitthvað gekk illa í tölvunni hans. Svo ég fór að kíkja á þetta í tölvunni minni. Og féll svoleiðis í stuð og klippti út og suður hljóð og gekk frá til flutnings. Þetta var það erfiðast sem ég gerði í skólanum og hef nú alltaf verið talin greindarskert þegar kemur að tónlist og tækni þar í kring. Eins og ég hef bloggað um áður.
En sem sagt er orðin hljóðklippari og ekki nóg með það heldur vantaði hljóðmann í gær og mín bara skellti sér á græjurnar í gærkvöldi og brilleraði. Já það er gaman að finna nýjar hliðar á sér. Ekki það að ég hafi neinn tíma í þetta en allt fyrir leiklistina :-)
Annars hef ég verið á haus í hinum ýmsu ólíku verkefnum og ömmuhlutverkinu. Afríkuferðin nálgast óðfluga og nú lítur helst út fyrir að ég fari án fylgdarmanns :-( Mér er sagt hægt sé að láta bera við öldrun eða fötlun og láta keyra sig á milli terminala eða hvað þetta heitir. En ég er nú ekki svo gömul eða svo fötluð eða hvað !!!!!
Jæja sjúkraþjálfinn bíður, meira fljótlega
Athugasemdir
Þú ert greinilega eldklár nörd !!
Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 17:52
dugleg stelpa. líst vel á að þú farir án fylgdarmanns. múrarnir hrynja, hver á fætur öðrum sko.
arnar valgeirsson, 11.9.2007 kl. 18:16
Þú þurftir bara að finna þetta innra með þér Ása. Slíkt gerist bara á vissum mómentum og þá eru allir vegir færir
Laufey Ólafsdóttir, 14.9.2007 kl. 23:48
Nördismi er góður eiginleiki.
Laufey Ólafsdóttir, 14.9.2007 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.