Ég er Nörd ekki nokkur spurning

Í öllu annríki síðustu daga hef ég uppgötvað alveg nýtt nördagen í mér. Minn heittelskaði var að sýsla með músík as usual fyrir leiklistarnámskeiðið. Þurfi klippingu á nokkrum lögum og eitthvað gekk illa í tölvunni hans. Svo ég fór að kíkja á þetta í tölvunni minni. Og féll svoleiðis í stuð og klippti út og suður hljóð og gekk frá til flutnings. Þetta var það erfiðast sem ég gerði í skólanum og hef nú alltaf verið talin greindarskert þegar kemur að tónlist og tækni þar í kring. Eins og ég hef bloggað um áður.

En sem sagt er orðin hljóðklippari og ekki nóg með það heldur vantaði hljóðmann í gær og mín bara skellti sér á græjurnar í gærkvöldi og brilleraði. Já það er gaman að finna nýjar hliðar á sér. Ekki það að ég hafi neinn tíma í þetta en allt fyrir leiklistina :-)

Annars hef ég verið á haus í hinum ýmsu ólíku verkefnum og ömmuhlutverkinu. Afríkuferðin nálgast óðfluga og nú lítur helst út fyrir að ég fari án fylgdarmanns :-( Mér er sagt hægt sé að láta bera við öldrun eða fötlun og láta keyra sig á milli terminala eða hvað þetta heitir. En ég er nú ekki svo gömul eða svo fötluð eða hvað !!!!!

Jæja sjúkraþjálfinn bíður, meira fljótlega


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert greinilega eldklár nörd !!

Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 17:52

2 Smámynd: arnar valgeirsson

dugleg stelpa. líst vel á að þú farir án fylgdarmanns. múrarnir hrynja, hver á fætur öðrum sko.

arnar valgeirsson, 11.9.2007 kl. 18:16

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þú þurftir bara að finna þetta innra með þér Ása. Slíkt gerist bara á vissum mómentum og þá eru allir vegir færir

Laufey Ólafsdóttir, 14.9.2007 kl. 23:48

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Nördismi er góður eiginleiki.

Laufey Ólafsdóttir, 14.9.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband