Hló mér til óbóta og fékk mér verkjatöflu við hlátrinum

Verkjapillur duga við ýmsu. Gerði mér grein fyrir því þegar ég var í dag að segja frá gærkvöldinu. Það var svo gaman hjá mér á hljóðborðinu á námskeiðinu og svo margt óborganlega fyndið sem gerðist meðal þátttakenda að ég hló mér til óbóta. Ég er í dag með strengi í maganum og fæ hlátur upp í hugann þegar ég hugsa til þessa gæðakvölds í góðra vina hóp.

GrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrin

Þegar ég svo fór að sofa í gærkvöldi var ég öll í einum herping og kvalin mjög í herðum og hálsi (bakföllin) og magavöðvum. Endaði á að fá mér verkjatöflu og grjónapoka til að ná mér niður. Svaf svo eins og engill enda sæl í sinni þó skrokkurinn mótmæli, skítt með það. Vaknaði í morgun glöð og kát og sprakk úr hlátri þegar ég var að segja frá því að ég hefið fengið mér verkjatöflu við hláturskasti.

GrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrinGrin

Bara vildi deila þessu með ykkur

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ja, hérna hér, mín bara búin að hlæja sér til óbóta  !! bara skondið. Ég get ekki tekið nein verkjalyf eða bólgueiðandi. Það er doldið erfitt á stunum, fæ alltaf hjartaflökt, stundum þarf ég þó að velja milli flökts og verkja, vel oftas verkinn þótt vondu sé, hlátur er góður.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 20:29

2 Smámynd: Björk Vilhelmsdóttir

geðslega fyndið. Ég á það til að fá svona hlátursköst sem kosta strengi í maganum lengi á eftir. Sérstaklega er ég veik fyrir Mr. Bean.

En hvaðan að norðan ertu????

Björk Vilhelmsdóttir, 11.9.2007 kl. 22:50

3 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Hláturinn lengir lífið engin spurning.

Björk ég bjó í Árholti, Torfalækjahrepp öll unglingsárin. Var tekin í fóstur þangað árið sem ég fermdist og var þar í 5 ár.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 11.9.2007 kl. 22:57

4 Smámynd: Unnur R. H.

Mikið vildi ég vera að læra á hljóðborð þarna Þá væri alveg þess virði þótt að maður þyrfti að taka verkjapillur við hlátrinum

Unnur R. H., 13.9.2007 kl. 10:09

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Takk Ása! Óborganleg frásögn! Ýmislegt getur nú hent mann

Laufey Ólafsdóttir, 14.9.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband