15.9.2007 | 10:53
Stebbi bró til hamingju með afmælið
Stebbi stóri bróðir minn sem býr í Osló á afmæli í dag því segi ég bara
Til hamingju með daginn Stebbi minn.
Hér eru ég með ljósu lokkana, Stebbi bróðir á bakvið í matrósafötunum og Villi bróðir sem ég er að fara að heimsækja til s. afríku. Líklega um jólin 1959 eða 1960. Allir í stuði. En uppsetningin er alveg týpísk. Við Villi vorum alla tíð mjög fjörug og uppivöðslusöm og komum okkur í frontinn og kepptum þar um athyglina í stórum hóp. Stebbi var ekkert minna uppátektarsamar en hann var ekkert að trana sér fram heldur fór bara sínar eigin leiðir. Kannski gerum við þrjú þetta allt saman ennþá. Er ekki viss. Alla vega finnst mér við vera ansi krúttlega á myndinni.
Ástandi hjá mér er þannig núna að mig vantar aukatíma í sólahringinn, allt vitlaust að gera á öllum vígstöðvum. Verið að æfa á fullu þrjú mismunandi verk hjá Halanaum sem ég er mismikið innvikluð í. Undirbúningur undir afmælið á fullu og í mörg horn að líta.
Ýmsar læknisheimsóknir í gangi og mis erfiðlega gengur að fá sambandi við hina ýmsu sérfræðinga. Merkilega vel varðir af riturum og aðstoðarfólki.
Ég er þó með eitt mottó þessa vikuna ég ætla að halda hvíldardaginn heilagan og gera sem minnst á morgun. Helst liggja með tærnar uppí loft og slaka á.
Athugasemdir
Ég vona að þú takir þátt í umræðunum í Leshringnum á morgun sunnudag. Kveðja, Marta
Marta B Helgadóttir, 15.9.2007 kl. 11:49
Til hamingju með brósa. Þú ert rosa krútt á myndinni.
Svava frá Strandbergi , 16.9.2007 kl. 17:28
þessi mynd er æðisleg.
Þú ert hrikalega aktív kona. Alltaf eitthvað um að vera hjá þér.
Jóna Á. Gísladóttir, 16.9.2007 kl. 19:12
Frábær mynd. Vona að þú hafir náð að hvíla þig. Ekki ganga fram af þér.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 21:03
Þið eruð sko óhóflega krúttleg! Fleiri tíma í sólarhringinn? Segðu! Gaman hvað það eru alltaf öflug samskipti í "heilbrigðiskerfinu" óþolandi svona stúss. Vonandi áttirðu góðan, rólegan og réttnefndan hvíldardag.
Laufey Ólafsdóttir, 18.9.2007 kl. 21:25
Flott mynd.
Marta B Helgadóttir, 18.9.2007 kl. 23:19
Takk fyrir afmælis kvedjuna Asa . Mèr finnst fràbært ad tu er ad fara til Villa eg var tar og hjèlt upp à 50 àr
Stebbi brodir (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.