Ferðin í höfn

Jæja eftir miklar og erfiðar hríðar er AFRÍKUFERÐIN í höfn. Búin að bóka flug í allar áttir. Ekki er þetta nú einfalt mál að bóka svona á netinu og vottun á kortið og ég veit ekki hvað. En alla vega ég fer út 8. okt. gegnum London og kem aftur 31. okt. Svo nú er bara að fara að spá hvað maður tekur með sér og ganga frá lausum endum.

 October%202005%20024

Hér er Stebbi og Guðmundur í s.afríku fyrir 2 árum. Hann hefur aðeins breyst síðan á síðustu mynd :-)

Eins og Stebbi bróðir benti á í kommenti í síðustu færslu er þetta að verða hefð að við systkinin förum til Villa bróðir til Greyton þegar við verðum 50 ára. Honum var boðið út af vinkonu sinni fyrir tveimur árum þegar hann átti stórafmæli og nú bjóða þeir Villi og Guðmundur mér. Svo Palli minn hver skildi bjóða þér eftir 5 ár og hver skildi bjóða Villa hvert eftir 2 ár. Hvernig var það Sigrún Jóna var þér boðið eitthvað þegar þú varðst 50 ára? Bara svona að velta þessu fyrir mér. Skemmtileg tilviljun hjá okkur Stebba.

February%202007%20009

Donald, Daisy og Daffi. Eru hluti af fjölskyldunni á Greyton Lodge og líka Lucky.

Pup+2

Fullt af nýjum fjölskyldumeðlimum sem ég hef ekki séð ennþá.

Kvíðahnúturinn í maga mínum er aðeins að stillast. Hetrow er enn áhyggjuefni hvernig ég kemst þar um og milli terminala. En ég hef rúman tíma og ýmislegt er víst hægt að skoða á netinu. Svo nú er bara að kynna sér málin almennilega.

Annars er ég á kafi í þessu stórskemmtilega námskeiði í Halanum. Þar sem hláturstaugarnar eru sko kitlaðar hressilega í hvert sinn. Ég er búin að vera á fullu í hljóðtækninni og gengur bara ágætlega. Mikill tími hefur farið í þetta en er hverrar mínútu virði. Hláturstaugarnar eru vel virkar þessa dagana þrátt fyrir allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég er viss um að Icelandair eru með einhverja lausn fyrir þig. Þú getur amk sent inn fyrirspurn.  Frábært að þú ætlir að drífa þig! Þú átt það skilið.

Laufey Ólafsdóttir, 19.9.2007 kl. 01:12

2 identicon

Góða ferð! Ég dauðöfunda þig - ég hef ekkert komist til Suður-Afríku þetta árið en kemst vonandi næsta sumar einhvern tímann. Stína verður þar um jólin - hún fær þá loksins að hafa jólalegt í kringum sig (40 stiga hita og slíkt) í fyrsta sinn síðan við giftum okkur. Henni finnst alveg glatað að það sé snjór um jólin - ekkert jólalegt við það!

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband