24.9.2007 | 15:54
niðurtalning hafin
Jæja þá er farið að telja niður, nú eru 14 dagar þangað til stóra ævintýrið hefst.
Undirbúningur á fullu og í hin ýmsu horn að líta.
Hef annars verið mjög upptekin við eitt og annað kringum Halaleikhópinn. Afmælishátíð í vinnslu með tilheyrandi stússi og fundarsetum. Vinna við uppfærslu heimasíðunnar þegar göt gefast. Og síðast en ekki síst vinna kringum hlátursnámskeiðið mikla eins og ég er farin að kalla það. Nú er orðið ljóst að við munum sína afraksturinn af því allan í október svo fylgist vel með á www.halaleikhopurinn.is. Það verður frábær hlátursskemmtun.
Í dag er verið að setja lyftubúnað í nýja bílinn svo Örn ætti að geta farið allra sinna ferða hjálparmannslaust frá og með morgundeginum. Það verður alger bylting fyrir hann. Það er erfitt að vera sífellt öðrum háður. Svo við fögnum mikið hér.
Athugasemdir
14-13-12...
jebbs gott með nýju drossíuna, til hamingju með hana. bestu kveðjur til ödda.
arnar valgeirsson, 24.9.2007 kl. 17:06
Skemmtið ykkur vel í ferðinni.
Svava frá Strandbergi , 25.9.2007 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.