13 dagar

Já niðurtalningin er á fullu. Í dag gekk ég frá ýmsum hlutum fyrir ferðina, fékk mér alþjóðaökuskýrteini. Má sem sagt keyra hin ýmsu farartæki um allan heim. Var með meiri réttindi en ég vissi þegar til kom. Ég ætla sem sagt að nota tækifærið og prufa að keyra í vinstri umferð í Greyton. Mér skilst það sé lítil umferð þar. Nú er bara spurning hvort BMW inn verður kominn í lag þegar ég kem út eða hvort ég fái að taka í Land Roverinn á sveitavegum í s. afríku. Spennandi.

Fékk líka eitthvað voða fínt skýrteini frá Tryggingastofnun sem gildir víst um allan heim, allur er varinn góður Smile

Á morgun á svo að hitta doksa og finna út úr stóra lyfjasmyglmálinu .................

Gerðist líka svo forsjál að panta mér tíma hjá sjúkraþjálfaranum strax og heim kemur og alveg fram í janúar. Veitir örugglega ekki af. Vonandi ég standi bara í lappirnar eftir löngu 12 tíma flugin, treysti mjaðmagrindinni ekkert of vel.

Ferðataskan er komin hér inn á gólf Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband