27.9.2007 | 00:39
14....13...........11 og óskir uppfyllast :-)
Úbs komið fram yfir miðnætti og búin að missa af 12...
Undirbúningur dagsins fólst í að hitta heimilislækninn og gera læknisfræðilegan undirbúning fyrir afríkuferðina.
Hún prentaði út 7 bls. af leiðbeiningum sem þarf að hafa í huga við ferðalagið. Td. um sprautur og hinar ýmsu sjúkdómalýsingar og viðvaranir. Ég má ekki vera td. berhent við sólarlag og sólarupprás. (í 37° hita) Ekki drekka klaka, ekki borða mat sem ekki er fulleldaður, ekki borða ógerilsneyddar mjólkurvörur, sofa í flugnaneti, ekki stunda kynmök án smokks (ég harðgift manneskjan ekki veit ég hvað hún heldur um mig) og svona hélt listinn áfram heilar 7 bls. Þetta hætti að vera fyndið en ég er enn ekki búin að lesa allan listann held ég sleppi því bara.
Þó sagði hún að aðaláhættan fyrir ferðamenn væri að lenda í árekstri. Ekki mætti aka fullur (hvað heldur hún að ég sé eiginlega að fara að gera), ekki aka ökutækjum sem maður hefur ekki réttindi á og að kynna sér umferðarreglur í hverju landi fyrir sig er sérlega mikilvægt.
Já heimilislæknirinn minn er nú alveg kafli út af fyrir sig en ekki meira um það. Stóra lyfjasmyglmálið er komið í höfn, fór drekkhlaðin af lyfseðlum frá henni og já aðalatriðið fékk vottorð á ensku um að ég væri með fullt af járnadrasli í neðri hluta baksins. Það er víst mikilvægt að hafa slíkt plagg með sér núorðið.
Stóra gleðiefni dagsins er að fjölskyldan uppljóstraði um leyniplottið sem hefur verið í gangi lengi með tilheyrandi hvískri og pískri í hornum. Þau ætla að gefa mér myndavél að eigin vali í afmælisgjöf, sem ég má fá strax :-) :-) :-) Takk fyrir það dúllurnar mínar. Ég var ekki lengi að ákveða hvaða vél ég vildi fá, var á leiðinni að athuga hvort hún fengist ekki í fríhöfninni ;-)
Frétti svo í kvöld að hún fæst ekki á landinu og ekki í fríhöfninni heldur en ég fæ samskonar eintak að láni með mér út og fæ svo splunkunýja þegar ég kem heim.
Alltaf gaman að fá óskir sínar uppfylltar. Ég sem hélt þau væru að plotta allt annað.
Athugasemdir
Ég er náttúrulega plottmeistari
Hvað hélstu að við værum að plotta annars?
Sigrún Ósk Arnardóttir, 27.9.2007 kl. 22:09
Ása ertu með í sunnudagsspjalli 30.sept hjá Leshringnum?
Marta B Helgadóttir, 27.9.2007 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.