28.9.2007 | 23:42
9 dagar og Guðmundur á afmæli
Þessi fallegi maður er besti mágur í heimi. Hann á afmæli í dag og það er hann og Villi bróðir sem eru að bjóða mér í heimsókn til sín í Greyton í s. afríku.
Til hamingju með daginn Guðmundur minn.
Lítið hefur gerst í undirbúningsmálum í dag, þó sótti ég myndavélina til Palla bróðir sem gaf mér ýmis góð ráð varðandi myndatökur og flugnabit. Já það sópast að manni góð ráð vonandi þarf ég ekki að grípa til þeirra allra. En þau sanna fyrir manni hvað maður er heppinn að eiga svona marga góða vini og ættingja sem láta sér annt um mann.
Athugasemdir
Ása mín, ég ráðlegg þér að taka Loritín eða eitthvað álíka ofnæmislyf til að flugnabitin drepi þig ekki. Ég er löngu búin að læra það að ef maður treystir bara á Guð og lukkuna í þessum efnum þá er voðinn vís og ég hef oftar en ekki gengið á fílafótum allan tíman í útlandinu.
Annars óska ég þér góðrar ferðar - en sé þig á morgun!
Bestu kveðjur, Vilborg
Vilborg Valgarðsdóttir, 29.9.2007 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.