30.9.2007 | 13:58
8 dagar
Tíminn flýgur áfram. Ég hrigdi í afmælisbarnið í gær. Þeir eru fullir tilhlökkunar á að fá mig og eru heyrist mér að plotta eitt og annað. Jú og ég fékk leyfi til að keyra alla vega yfir í næsta þorp. Þar sem starfsmennirnir búa. Svartir og hvítir búa ekki í sömu þorpum á þessum slóðum. Aðskilnaðarstefnan enn við líði á ýmsan hátt.
Annars var maður bara að koma á fætur við hjónakornin skriðum ekki heim fyrr en um kl. 4 í nótt eftir vel heppnaðan hátíðisdag í Halanum. Um daginn var klst. skemmtun með ljóðalestri, stuttverk, og uppistandi. Síðan tóku heiðursverðlauna athöfn við og svo var öllum boðið í mikla kaffiveislu. Þar sem tóku við enn meiri ræður og skemmtilegheit. Allt fyrir Hala og aðra boðsgesti. Um kvöldið var svo eitt af hinum alkunnu Halapartýum og mikið stuð.
Þannig að ég reikna nú ekki með að dagurinn í dag fari í nein stórvirki önnur en mata Þvottavél og þurrkara. Enda óhreinakarfan ansi vel full eftir annir síðustu viku. En nú ætti maður að hafa tíma til að einbeita sér að lokahnikk ferðaundirbúningssins.
Athugasemdir
Ég dáist virkilega að því hvað þið eruð ofboðslega aktív. alltaf eitthvað um að vera hjá ykkur og spennandi hlutir í gangi.
Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.