6 dagar og slökun

Í dag var 30 stiga hiti í Greyton. Guðmundur hringdi áður en hann skreið uppí bólið í kvöld. Var á fullu að undirbúa komu mína og var með fullt af ráðleggingum, lagði mikla áherslu á að ég hefði með mér nesti sem dygði alla leið. Veit nú ekki hvort maður kæmist gegnum öryggisleit hér með matvæli skilst það sé ansi strangt. Þekkið þið það ? Mætti halda að ég væri að fara í opinbera heimsókn, veit að það verður stjanað við mig eins og prinsessu og ég ætla að njóta þess Blush

Fór og heimsótti Hátúnshópinn hjá Sjálfsbjörg og fékk mér súpu í dag. Hitti fullt af fólki sem samgladdist mér að vera að fara í þetta ævintýri.

Svo var heilsuhópurinn í Vin þar sem umræðuefni dagsins var slökun og einhvernvegin eru svo margir farnir að upplifa ævintýrið með mér að sérstaklega var tekið fyrir hvernig maður slakar á þegar maður finnur fyrir kvíða (Heatrow) og í sitjandi stöður (flugið). En auðvita er þetta satt enda hef ég notað það í mörg mörg ár. Öndun og vellíðan fer svo vel saman. Enduðum á góðri slökun.

Jú jú og ýmsu þarf að ljúka af áður en lagt er í langferð. Fundur var í Félagsmálanefnd Sjálfsbjargar lsf. seinnipartinn, þar sem undirbúningur undir næstu heimsókn nefndarinnar út á land til Húsavíkur var hafinn. Því fylgdi tilheyrandi fundargerðir og skýrslugerð fyrir nefndarþing sem ég missi af.

Heima fyrir var allt á rólegu nótunum, fór þó í Bónus og fann að ég var að  hugsa öðru vísi í innkaupunum í dag. Jú jú maður þarf að birgja búrið og frystinn aðeins fyrir minn heittelskaða sem skilinn verður eftir heima. Treysti þó á börnin að þau hjálpi þeim gamla nú í verslunarleiðangra. Nú eða bara bjóði honum í mat. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

Bíddu, hvað er vin, er það fyrir fólk eins og mig

Unnur R. H., 5.10.2007 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband