1. hluti ferðasögunnar

8. okt. 2007

  Fyrsta skrefinu í stóra ævintýrunu er náð. Lenti á Heatrow, komin í gegnum allt. Taskan með öllum harðfiskinum skilaði sér alla heil á húfi.

 

Flugið gekk vel, fékk mjóa J manneskju við hlið mér. Tókst að dotta smá.

Ég er ekki viss hvert næsta skref er en ég mun finna út úr því. Handviss um það J J

 

Ég elti strauminn út úr flugvélinni og fann töskna án hjálpar á færibandinu. Þar hjá var servise borð hjá British airways. Svo ég spurði hvort ég þyrfti að fara með töskuna með mér alla leið. Jú jú, Thrugh whole building to a bus.

 

Þar sem ég veit að ég hef mjög góðan tíma tíma og sé ekki í fyrstu tilraun hvert ég á að fara næst ákvað ég að fara á eina kaffihúsið sem var í augsýn og pása og nótiera. Litla græna stílabókin er mér hér hald og traust. Hér sit ég kl. 12.15 og drekk Latte á Costa. Smá svitaköst að trufla mig og buxurnar á hælunum, vantar belti J

 

Held ég sitji á svæði þar sem verið er að sækja fólk úr flugi, en sama er mér.

Ég kvíði næsta skrefi en ég get, vil og skal........

 

Hér er bresk kurteisi skemmtileg.

Skrítið að fara einn gegnum Keflavík ekki 20 kvíðnir Víðsýnarfélagar í för í panik. Lullaði bara í gegn í rólegheitum. Nennti ekki einu sinn að skoða snyrtivörurnar. Borgaði gleraugun sem ég fæ á bakaleiðinni. 63.100- kr finnst ég hafa gert góð kaup miðað við það sem ég var búin að skoða heima.

 

Skil ekki þetta með marg umrædda 6 tíma ef ég er komin 12.20 og á að fljúga aftur 19.20 local það gerir 7 tímar í mínum reikningi.

 

Fékk mér Johnsons juice pressed apple juice Hand Pikked smá hollusta á móti kaffinu.

Er að hugsa um að halda áfram næsta skref. Aðstaðan þar getur varla verið verri en aðstaðan hér. En Guðmundur var búinn að segja mér að mun betra væri að vera á terminal 1 en 4.

Oj bara kallinn á næsta borði fékk sér 4 poka af sykri út í lítinn kaffibolla.

 

13.45 Komin á Terminal 4 sest á Nerokaffi sem Frosti mælti með. Jújú ég lenti sko í ævintýrum á leiðinni. Ég spurði til vegar þar sem ég sá ekki hvar leiðin að terminal 4 var og var bent á lyftu niður.

Ég sogaðist inn í hana um leið og allur mannfjöldinn og út úr henni aftur eins og úr tannkremstúpu. Ég sá strax að ég var ekki á réttri hæð eða mér fannst það ekki engin skilti sem sögðu hvar ég var.

Enginn hafði talað um margar hæðir. Ég gerði tvær tilraunir enn saugst inn í lyftuna og út aftur hrikalegt ekkert gekk. Mér leið eins og í bíómynd með Chaplin upp og niður í lyftunni með stóru ferðatöskuna og bakpokann, litlu töskuna og sjalið allt sveiflast til og frá. J J J Í fjórðu tilraun var ég allt í einu ein í lyftunni og sá loks takkana og inn kom svartur drengur étandi samloku og spyr mig kurteisisleg hvaða hæð ég ætli á. Mér var allri lokið og sagði I’m lost, but I’m trying to get to terminal 4. Hann svaraði so then we are both lost in this elewaitor.og brosti breytt. Hann ýtti á réttan takka. Þegar ég fór að skoða drenginn betur sá ég að hann var flugvallastarfsmaður í öryggisvesti en í úlpunni yfir örugglega í matarpásu. Hann fylgdi mér svo eftir alls kyns raghölum að lestarpallinum og forðaði mér frá að beygja í vitlausa átt í eitt skiptið ef ég hefði farið þar hefði ég lent inní London með lestinni. Hann var skemmtilegur labbað á undan mér en fylgdist samt grannt með mér með bros á vör. Ég vissi ekki hvað ég ætti að halda J

Þetta voru engir smá ranghalar og ævintýrið rétt að byrja. Þegar lestin kom flýtti ég mér eins og aðrir gengnum næstu dyr og sá strax rekka fyrir töskuna og dreif mig að koma stóru töskunni fyrir þar eins og ég vissi að átti að gera. Hlamma mér svo í næsta sæti dauðfegin að vera komin í lestina. Stráksi kom með mér inn en þegar ég var sest og leit í kringum mig sá ég að ég var alein. Allir höfðu farið framar í lestina líka stráksi. Hvað er nú í gangi. Ég var í svo rúmu og góðu sæti við borð og datt ekki í hug að færa mig. Tek svo eftir að það stendur FIRST CLASS á öllum stólunum sem voru vel bólstraðið með höfuðpúða, örmum og alles. Ég fílaði mig bara eins og drottningu og skammaðist mín ekkert. Enginn sagði að ég mætti ekki vera þarna svo ég sat sem fastast. Þá kom þjónn inn í klefann og fylgdist með mér en sagði ekkert settist í klefa fyrir aftan mig ég sá hann speglast í sjónvarpskermi sem var þarna á vegg. Ég beið bara eftir kampavíninu. J J J

Þegar lestin stoppaði eftir 4 mín birtist strákurinn aftur og sá um að ég kæmist klakklaust út. Þegar út var komið leit hann á mig með stóru glotti og sagði „You are on a first class“

Yes sagði ég og fékk hláturskast. Hann fylgdi mér svo eftir enn fleiri ranghölum uppi Departure salinn. Þar hvarf hann eins skyndilega og hann birtist.

 

Ekki var þessi salur nú spennandi, fór samt í ferðalag um herlegheitin til að taka þetta út. Sá skjáinn til að finna út hvaða Zone ég ætti að fara á til að innrita mig í afríkuflugið. Auðvita var ekkert komið á hann ennþá.. Labba út í enda og finn Nero og fæ mér snarl og Café Nero Pressed Apple 100% premium juice orðin húkkt á þessu strax J Mér gekk illa að skilja afgreiðslumanninn sem var að reyna að segja mér eitthvað en ég brosti bara og sagði I can’t understand og það virkaði J

Sit nú hér og   skemmti mér stórkostlega við þessi skref . Langar ekkert að lesa en er við það að fá skrifkrampa. Skriftirnar eru mín leið framhjá kvíðapúkanum. Mér finnst gaman að drekka í mig enskuna sem ég heyri talaða á næsta borði. Ligg á hleri skil ekki alveg hvað þeir eru að tala um en líklega eitthvað um atvinnumöguleika held ég. Á móti mér situr pirraður maður sem á í tölvubasli og dæsir mikið og nagar Visakort. Hér er líka austurlenskt fólk með heitan mat, marga rétti sem þau draga upp úr töskunni og borðar.

Hér er líka virðulegt par af indverskum uppruna giska ég á.

Hér er allt ansi snjáð skítur með gólflistunum. Ýmis hljóð eru mér framandi. Hvinur í kerrum, glamaur í leirtaui og flugvélahljóð og hin ýmsu tungumál töluð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband