2. hluti ferðasögunnar

14.45

Hringir síminn Einsi ég svara ekki en sendi honum sms og læt vita að ég sé lögð af stað til Afríku og taki ekki símann.

Síminn hringir strax aftur. Greyton calling Villi að tékka á ferðaskvísunni. Segi honum aðeins af ævintýrunum J Gott að heyra í honum. Hann segir að sér seinki á morgun ég bíð þá bara róleg.

Asíubúunum fjölgar og þau draga upp allskonar furðulegt nesti en kaupa sér appelsínusafa.

Pirraði kallinn er orðinn rólegur og dundar sér í Makkanum. Fór að tala í símann eitthvað leyndó heldur hendinni fyrir munninum á meðan J

 

15.05

Kíkti smá í Höfund Íslands en gat ekki einbeitt mér að lestrinum bókin lofar þó góðu.

Ætla að tölta með Bardúsu yfir í hinn endann og sjá á töfluna hvort Zonið mitt er komið upp.

15.30

Labbaði þvert yfir en varð einskis vísari.

Úbs óðu að mér vopnaðir menn Hjúkkit vildur ekkert tala við mig en eru samt að spígspora kringum mig samt. Sit hér á kaffihúsi sveitt. Smá stress gaus upp. Anda inn anda út, svo fara byssukarlarnir bara að skellihlægja, ekki veit ég af hverju en þeir eru að fjarlægjast mig.

Rambaði innar og datt þá inná biðsalinn sem maður á víst að bíða í. J Hér sefur fólk í hinum undarlegustur stellingum.

17.00 Verð að játa það nú að ferðalagið er farið að taka verulega á. Kannski bara spennufall, sit hér sveitt og þreytt.

 

Ég lenti í því að það pípaði á mig í öryggishliðinu og það var þuklað á mér allri hátt og lágt. Bíð eftir að það komi upp á skjáinn hvaða Gate ég eigi að fara lokasprettinn. Ég þarf bæði að hvíla mig og hreyfa mig fyrir langflugið það fer ekki vel saman. Ekki er þó úr mér allur móður, bara smá. Hávaðinn hér er að drepa mig.

 

17.30 Fann stað án tónlistar, þá er þar dótabúð sem er með ólæti. Fékk mér þriðja eplasafann sá er sístur af þeim Pret apple juice 100% natural. Upptrekkt leikföng eru greinilega í tísku hér. Eins og um 1970 LÁSÝ.

 

Samferðarfólkið: Par talar ensku hann með rakaðan haus en tattoveraðan svart og rautt, hún með hárið litað svart og rautt, hermannabuxur. Fín frú í flottum jakka og fágað útlit, stuttklippt og grönn les erlend tímarit. Ung stúlka svartklædd með ljóst litað hár en svarta hárrót, les ástarsögu af miklum móð, brosir öðru hverju.

Í dótabúðinni er asni sem er álíka fíflalegur og stór og asninn sem pabbi kom með heim handa Sigrúnu Ósk frá Spáni á áttunda áratugnum. Skil ekki að neinn kaupi svona drasl og ferðist með.

 

18.15: Er komin á Gate 8. Lokapunkt minn á Heatrow í þetta skiptið. Búin að pissa og kaupa vatn. Skemmtilegur niðursturtarinn á klóinu snertiskynjari. Ég sat þarna í rólegheitum og var að púsla mér saman, halla mér aftur og allt fór af stað, svalandi fyrir   afturendann J J J

 

Ég lendi víst í miðjusæti í þessu flugi. Hér er allavega ekki ærandi hávaði og samferðarfólkið æ allir voða normal í kringum mig núna.

18.35: Fór og shinadi mig aðeins. Tannburstinn og votþurrkurnar gerðu sitt gagn. Ég er búin að finna það út að ég er alltof vel klædd.

 

Mér sýnist verða talsvert af börnum í fluginu og kellingum sem lykta hryllilega eftir of margar ilmvatnsprufur í fríhöfninni. Eitt barnið grenjar á íslensku afi afi.

 

Ekki gott að vera sardína

 

20.35: Það var hryllilegt að koma um borð í flugvélina. Þetta var eins og að troða síld í tunnu. Akkúrat ekkert súrefni og hitinn skelfilegur. Ég er í miðjusæti við hliðina á amerískri konu sem virðist hafa allt á hornum sér og fjasar og fjasar við karlinn sinn sem situr hinum megin við ganginn. Ekki mátti ég setja bakpokann í farungurshólfið fyrir ofan sætin því hún var með eitthvað Pet something which can broke..... Stakk honum bara undir sætið miklu betra að hafa hann í seilingarfjarlægð.

Ekki var á það bætandi að það varð klst seinkun á fluginu við bíðandi eins og síldartunna án súrefnis í steikjandi hita. Kellingin fjasaði svo mikið og börnin grétu og grétu svo ekki heyrði ég hvað flugstjórinn sagði enda eflaust ekki skilið það heldur. Held samt að það hafi verið eitthvað að flugbrautinni sem þurfti að hreinsa. Fékk einhvern tékklista sem ég þurfti að fylla út skil hann ekki alveg fylli bara út það sem ég skil. Geri bara allt eins og hinir.

21.07: Skjár er á sætinu fyrir framan mig og ýmislegt um að velja eins og músik, sjónvarpsþætti, bíómyndir, staðsetningarkort ofl. Ofl. Gallinn er að headfoninn eru svo óþétt að lítið heyrist fyrir hávaðanum í vélinni. Og það er svo stutt á milli sætanna að ég á mjög erfitt með að fókúsera á þennan skjá. Sjóninni fer ört hrakandi!

Jæja maturinn er að koma vonandi breytist allt til batnaðar eftir það J

22.42: Maturinn bætti allt upp. Fékk þennnan æðislega kjúklingarétt namm namm, ostaköku, salat, brauð ofl. Ofl. Mjög gott allt saman kom skemmtilega á óvart. Er að reyna að horfa á einhverja bíómyndir, búin að taka svefntöflu og verkjatöflu !!!. Fæturnir orðnir þrútnir og mjaðmagrindin öskrar. Hlakka mikið til að koma til S. Afríku og vona að ég verði göngufær. Óttast að kella við hlið mér verði ekki til friðs í nótt hún drekkur stíft. Loftræstingin og hitastigið lagaðist fljótlega eftir að vélin komst í loftið.

 

Nú er örtröð á klósettið vonandi kemst ég líka.....

5.35 Breskur tími, byrjað er að stússa í morgunmat. Nóttin var ekki alslæm, tókst að lyfja mig niður og dottaði yfir sjónvarpinu og lét fara eins vel um mig og unnt er. Allt er hægt og sigurinn unninn J J J

Á tímabili í gærkvöld meðan vélin tafðist á Heatrow hélt ég að ég myndi ekki hafa það af, hitinn og súrefnisleysið var slíkt. Nú eru 1.25 klst. til lendingar. Það er skemmtilegt kort í skjánum sem sýnir hversu langt við erum komin á landakorti. Nú erum við yfir Jóhannesarborg eða á þeirri breiddargráðu.

 

Mér telst til að nú sé ég búin að vera 26 tíma á ferðalaginu. DUGLEG ÁKAFLEGA STOLT, SPENNT AÐ HITTA BESTA bróðir í heimi og besta mág í heimi og að fá loksins tækifæri til að sjá með eigin augum hvernig þeir lifa. Kynnast annari menningu.

Mér er líka hugsað heim. Það var ekki auðvelt að skilja minn heittelskaða eftir heima í svona langan tíma. Þetta veikindabasl hefur sett svip sinn á líf okkar undanfarin ár.

En nú ættu að vera betri tímar framundan, bíllinn kominn með lyftu sem hefur mikið að segja fyrir sjálfstæðið. Sakna Ödda núna. Morgunverður er að koma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband