3. hluti ferðasögunnar

9.15 að s.afrískum tíma

Lent og komin í gegn. Smá pirringur á meðan síldartunnan var losuð en svo gekk allt bara smurt. Sem sagt komin í gegn sveitt og þreytt en full tilhlökkunar. Villi tefst aðeins við að keyra starfsfólkið svo ég er bara róleg á kaffihúsi NEWSCAFÉ pantaði 1 latte.

 

Hvað bíður min næstu klst er óskrifað blað en verður örugglega bara spennandi vonandi kemst ég í sturtu fljótlega, finnst ég ansi úldin eftir allt púlið.

En ég er búin að stíga stóran sigur núna. Ekki var það í mínum björtustu draumum að þetta væri mögulegt.

Ha ha skemmtileg hér kom froða í háu glasi og kaffið í örlítilli könnu með, alltaf sér maður eitthvað nýtt. Þetta minnir helst á Irish café.

 

Dagur 2 í s. Afríku

 

Kl. 11.53. Var að koma mér á fætur og sit nú hér uppi í garðinum í sól og blíðu og nýt þess að drekka í mig andrúmsloftið. Hér eru dúkuð borð með köflóttum dúkum með blómum á úti á miðri grasflötinni. Hér eru fuglarnir syngjandi margraddað. Blóm af öllum mögulegur gerðum og alls kyns gróður er allt í kringum mig. Og smiðurinn að smíða fangaklefa fyrir andapabbann Donald svo hann drepi ekki ungana en andamamma Daisy liggur á 9 eggjum. Donald er svo mikill barnaníðingur segja strákarnir að hann drap alla ungana sína síðast. Lucky hundurinn tók mér fagnandi þegar ég kom loks út áðan.

Garðurinn er eitthvað svo friðsæll og flottur að ég settist á bekk í sólinni sem ákvað nú loks að bjóða mig velkomna.

Ferðalagið í gær tók alls 33 tíma. Hér kom þjónustustúlkan og færði mér Latte og spurði hvort ég vildi ekki borða ég sagðist vilja bíða aðeins. Um hvað það er gott að láta sólina hita bólgnu liðina mína, smá gola en bara þægilegt.

Jæja en að flugvellinum aftur. Meðan ég var að bíða eftir Villa fór ég og reyndi að taka út pening til að hafa við hendina í hraðbanka. Hann var auðvita bilaður svo ég fór í einhverskonar bankaútibú og þar þurfti afgreiðslukonan vegabréfið, undirskift og kortið mitt og hvarf svo bara með allt saman !!! bara þó nokkra stund en skilaði sér svo með allt saman. Villi fann mig þar inni ó hvað það var nú gott að sjá hann og fá að kissa hann og knúsa í klessu besta bróðir í heimi. Loksins er ég komin til hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband