4. hluti ferðasögunnar

Svo undarlega vildi til að hann kom ekki á LandRovernurm ;-) já nú brosa sumir J

Hann var bilaður L svo hann var á lánsbíl sem var með undarlegri þjófavörn sem fór í gang í tíma og ótíma og Villi alltaf leitandi að takka til að stoppa þetta en þá opnaðist húddið. Tóm ánægja og skemmtilegheit.

Svo hófst ferðalagið það litla sem ég sá af Cape Town var mjög óspennandi enda bara leiðin frá flugvellinum og út úr borginni. Já ég gleymdi einu skemmtilegu þegar við vorum komin út að bílnum þá fór ég auðvitað að hlið hans meðan Villi kom Bardúsu fyrir í skottinu.. Villi horfði sposkur á mig „Ætlar þú að keyra?“ „Nei ekki strax“ sagði ég. Hann leit á mig brosti enn breiðar „Ertu viss“ „já“ sagði ég og skildi nú ekki þennan brandara. Hann brosti ennþá breiðar „Þú ert bílstjórameginn “ Auðvitað var ég búin að gleyma þessu J J J

Skelfilegt var að sjá fátækrahverfið kofahverfi með litlum kofum byggðum úr rusli og öllu efni sem tiltækt er. Og fólk á götunni bíðandi eftir að vera sótt eða sölumenn að reyna að selja manni allskonar drasl á hverjum gatnamótum.   Við með allt læst !!!

Eftir því sem við fjarlægðumst Cape Town varð sífellt fallegra. Landslagið og litirnir minna samt að mörgu leiti á Ísland.

Það var frekar hráslagalegt veður og búið að rigna mikið. Eins og við mátti búast þurfti Villi að nota ferðina svo við komum við í Caledon til að fara í banka. Það sá ég þetta margumtalaða s.afríska hæglæti í raun. Villi var að taka út fé í gegnum íslenskt Visakort og það tók ansi mörg símtöl ma. Alla leið til Íslands áður en yfir lauk. M. a. Þurfti Villi að fara inn fyrir deskinn til að tala við þá á Íslandi, gegnum tvær öryggishurðir. Meðan við biðum eftir að bankinn kláraði þetta einfalda dæmi skruppum við í bókabúð og supermarkað eins og í litlu þorpi heima. Fyndna við bankann var að gjaldkerinn spurði ítrekað um hvað föðurnafn móður hans væri. Já svona virkar kerfið í s. Afríku.

Loksins 33 tímum frá brottför að heiman komst ég til Greyton Lodge þreytt, sveitt, skítug en alsæl. J J J

Mikið var þetta nú dásamlegt tækifæri sem þessar elskur eru að veita mér.   Gott að fá loks langþráð knúsið frá Guðmundi sem að sjálfsögðu var með blóm í höndunum. Tóm sæla Love love love

Fyrstu tímarnir fóru nú bara í að taka bað og ná áttum, skoða aðalbygginguna og snakka við strákana langþráð. Hér er mjög mjög fallegt. Guðmundur sýndi mér svo garðinn sem er ekkert smá flottur J og trén sem eru af öllum gerðum og stærðum mörg hver berandi blóm og ávexti svo þetta varð smakktúr líka. Blómin líka ansi fjölbreytt og flott og allt svo vel hirt nema hvað J Já þeir mega vera stoltir af Lodginu sínu þessar elskur.

Hér var svo kalt að ég fór í peysuna sem ég var búin að drösla mér mér alla leið í bakpokanum alveg að óþörfu.

19.03 það er kalt í s. Afríku og ég þakka fyrir að hafa tekið með peysuna góðu. Ég var að koma úr matarboði hjá Dave og Margrét. Góður matur og skemmtileg umhverfi en get nú ekki sagt að mér finnist þau skemmtileg. Hrikalega bresk og tuða stöðugt hvort í öðru. Dave sér um tónleika á Lodginu á hverjum föstudegi og fær mat í staðinn á móti bjóða þau þeim í mat hvern þriðjudag. Ágætis fyrirkomulag Villi fær þá heimilsmat sem hann þráir ákaft enda með ekkert eldhús heima hjá sér. Þeir búa hér á Lodginu í litlu rými. Sem dugir bara til að sofa og horfa á sjónvarpið lítið meira. En dugir þeim svo sem í bili.

Ég sit hér í garðinum á Lodginui. Hér er ALDREI setið inni og sötra hvítvín. Jólaseríurnar sem Guðmundur hamstraði heima áður en hann flutti eru hér um allan garð og gera þetta mjög kósý án þess að vera jólalegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband