19.10.2007 | 21:14
5. hluti ferðasögunnar
Fimmtudagur 11. okt. Kl. 13.05
Vaknaði við gigtarfjandann sem greinilega hafði smyglað sér alla leið til S. Afríku með mér. Ég var lengi að koma mér á fætur. Kalt inni og erfitt að sjá hvernig hitastigið var úti. Ég gisti í herbergi 5 sem er rétt við stéttina þar sem strákarnir hafa bækistöð. Með franska glugga úti paradísargarðinn. Snoturt herbergi með baði.
En það er sól logn og hækkandi hitastig. Sit nú og snæði kartöflusúpu og heimabakað brauð. Settist út í sólina þegar ég kom út en var fljót inn í skuggan aftur. Sólin hér er stingandi heit og ég þori ekki að taka áhættu á að brenna Gerði heiðarlega tilraun til að fara í sólbað eins og sönnum íslendingi sæmir en tolldi ekki lengi þar. Entist í 7 mínútur á bekknum og 4 mín með bakið í sólina J J J
Hér eru strákarnir á fullu ráðstefna í gangi svo ég bara dúlla mér. Reyndi að blogga en tókst ekki einhver dulkóðun í gangi, kann ekkert á þetta. Reyni seinna.
13.45: Fékk æðislega gott lasagna og salat namm namm. Gaman að sjá þegar verið er að taka af borðunum, hér er bara skvett úr glösunum á grasið allur vökvi nýttur J J J
Já fyrsta kvöldið hér Þriðjudag þegar strákarnir eru vanir að fara til Dave og Margret en sökum rafmagnsleysis buðu þeir þeim hingað í staðinn. Ég var búin að vera að drepast úr kulda og þreytu enda er hér ALLTAF setið úti, sama hvað sýnist mér, svo við borðuðum inni við arininn í bakherberginu. Fengum góðan mat og vín. Gott 36° og hitnandi úti.
21.25. Komin uppí rúm. Hver hefði trúað því upp á næturgöltinn sem hefur verið að berjast við að koma sér í rúmið fyrir miðnætti síðustu mánuði.
Dagurinn hjá mér var ansi rólegur færði mig milli stóla J og naut þess að drekka í mig andrúmsloftið hér. Skoðaði blóm og fugla og reyndi að ná þeim á mynd.
Við Guðmundur tókum okkar daglega göngutúr seinni partinn upp í þjóðgarð og skoðuðum náttúruna. Þar voru miklir skógareldar fyrir tæpu ári og svartir trjástubbar upp alla fjallshlíðina. Tók dálítið af blómamyndum. Liturinn í afríku er bronze hér er svo leirugur jarðvegur og moldargötur út um allt. Rauðbrúnt í mismunandi litartónum. Liturinn á vatninu er líka brúnn koparlitur. Hér eru húsin líka mörg hver máluð í þessum tónum. Svo eru allir aðrir regnbogans litir á blómunum hér. Allar mögulegar tegundir margt að því sem vex hér eins og arfi eru blóm sem eru langdýrust heima eins og Kalla td. Við borðuðum 3 saman við arineldinn í kvöld og áttum gæðastundir.
Krybburnar syngja úti og myrkrið er þykkt og kolsvart. Stjörnurnar blika á himninum og sjást vel enda er hér engin ljósmengun.
Föstudagur 12 okt. Kl. 22.05:
Ég er komin á herbergi 5 eftir góðan kvöldverð hér. Við fengum okkur steik með bearnise og Petro Sambukka á eftir namm namm. Dagurinn í dag var ansi rólegur og ég finn þreytuna líða úr mér smásaman. Svaf dúrótt í nótt og vaknaði hress. Te og gyðingakökur í morgunverð :-) Garðurinn er dásamlegur og gott að hvílast þar. Fór reglulega í sólina til að halda hita en finnst full svalt í skugganum. Þori heldur ekki að taka áhættu af sólbruna hér er sólin svo stingandi heit og beint yfir hausnum á manni. Strákarnir eru á fullu í sinni vinnu og ég reyni að trufla þá ekki mikið. Starfsfólkið er á námskeiði svo álagið á þá er margfalt. Ég labbaði með Guðmundi mannafælu út í búð á Main Street. Einu malbikuðu götinni í þorpinu. Skrítið að sjá mannlífið einhver skrítin blanda af bretum og svörtufólki. Flokkast víst í Svarta, Hvíta og Litaði ég sé engan mun á þessu bara skemmtileg mannlífsflóra. Allir eru svo yfirmátakurteisir hér í Greyton hér heilsa allir Hello How are you. Og bla bla bla. Meira að segja þarf að heilsa öllum bílunum sem keyra framhjá bílstjórnir eru með augnkontak við mann og vinka, mjög vinaleg og kósý en að sögn Villa og Guðmundar er þetta tóm yfirborðsmennska á háu stigi og lítið á bak við það.
Hér eru allar götur rauðar moldagötur nema Main Street. Þar sem hótelið er. Engar gangstéttar og allir ganga í götukantinum á móti umferðinni í halarófu. Hér hangir fólk aftan á bílum á pöllum á pickupum er fólk með börnin í einnu hrúgu í skottinu engin sæti eða öryggisbúnaður. Allir bílarnir eru hrikalega gamlir og þó þeir séu nýir þá eru þetta eldgamlar týpur sem hætt er að framleiða á vestulöndum. Inn á milli eru þó fínir dýrir bílar Ríka pakkið eins og strákarnir segja.
Jæja allavega naut ég þess í þessum túr að skoða bæjarlífið. Ég fór ekki inn í búðir heldur stóð fyrir utan með hundinn Lucky til að passa hann eða hann mig J
Í dag er föstudagskonsertinn vikulegi sem David sér um og fær frítt að borða á eftir í staðinn hann var hér að undirbúa í dag og skipaði fyrir út og suður, lét skipta um perur í loftinu og ég veit ekki hvað mjög ákveðinn Breskur kall.
Tónleikarnir voru að hefjast þegar við komum til baka. Ég settist inn enda kalt úti ég skil ekki alveg þessa útiáráttu strákanna að sitja alltaf úti sama hvað. Jæja allavega þegar inn kom var dama að spila á píanóið og hin bresku Dave and Marget Alden sátu prúðbúin í sófanum. Engir aðrir gestir. Ég virðist bara vera alger viðskiptafæla því engin bókun var í nótt og enginn á ressanum. En úr rættist og slatti af fólki kom. Davíð fór svo að syngja gamla slagara úr söngleikjum við undirspil af CD diskum. Allt í lagi en ekki meira en það. Þá hófst hin daglega barátta við að fá Guðmund til að borða inni við arininn. Við höfðum betur í þetta sinn gegn því að David og Margret kæmu ekki í lasty til okkar. Við vorum prífat í bakherberginu. Hér kólnaði all verulega í kvöld og er mjög rigningarlegt. Vonandi verður sól á morgun.
Ekkert gekk enn með bloggið botna það ekki. Sendi Sigrúnu Ósk smá texta og læt hana setja það inn. Góða nótt kl. 22.45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.