19.10.2007 | 21:16
6. hluti ferðasögunnar
Laugardagur 13 okt. Kl. 15.15
Í dag er ritskoðun í gangi í grænu bókinni. Mér er sagt að skrifa niður um íslensku tónlistina sem hljómar hér um allt. Álfar og fjöll diskurinn er ansi vinsæll hér í sl afriku. Það skemmtileg við hana er að henni er stjórnað frá gamla góða útvarps, plötuspilara, segulbands skápnum sem afi Jón átti og var alla tíð í stofunn hjá afa og ömmu ásamt stólunum sem eru heima hjá mér. Gott að sjá þessa gömlu góðu hluti hér um allt. Hér fyrir innan gluggan sem ég sit við er t.d. gamli marmara lampinn sem Villi og Unnur gáfu okkur í trúlofunargjöf fyrir 30 árum. Villi hirti hann þegar ég ætlaði að henda honum fyrir nokkrum árum enda fékk ég aldrei almennilegan skerm á hann sem ég var ánægð með eftir að Sigrún brenni þann gamla óvart um árið.
Þegar ég kom á fætur um 10 var hér breskt fuglabjarg í gangi á eigandastéttinni en heitt loksins hitinn fór í 36° í dag. Í dag er markaðsdagur og Guðmundur fór með mig að skoða hann komum reyndar frekar seint svo verið var að loka mörgum básum. Ósköp líkt kolaportinu nýtt og gamalt í blandi. Smakkaði æðislega osta hjá þarna. Sá líka mjög fallega handmálaða dúka en ég er ekki búin að átta mig á verðunum enn svo ég keypti ekkert í þetta sinn. Enda hef ég bara verði á Lodginu þar sem ég fæ allt ókeypis J J J
Við hittum Jenný og hún kom í drink. Mér líst vel á þá kellu virðist áhugaverð og ég hlakka til að kynnast henni betur. Er samt eins og klippt út úr breskum sjónvarpsþætti.
Seinna í dag fórum við Guðmundur í búðarleiðangur og göngutúr og ræddum ýmislegt saman. Líka í kvöld Gæðastund. Hér er Rugby keppni í gangi og allir að horfa á sjónvarpið. Svo við þurftum að vaka lengur og loka pleisinu. Á morgun er víst sunnudagur og pörusteik og strákarnir eru mjög spenntir að sjá hvernig hún kemur til með að líta út hjá Bradlei sem er ansi mistækur kokkur.
Sunnudagur 14. okt.
Allt í rólegheitum frekar svalt. Svínasteikin varð spennuefni dagsins eins og búist var við. Hún kom ekki til okkar fyrr en kl. 14.30 og var mjög góð en paran ekki alveg fullkomin þó Villi væri búin að vera að fylgjast með Bradley allan tímann meira og minna.
Ég flutti yfir í herbergi 14 í húsinu. Lítið og snoturt herbergi svo nú þarf ég að hreifa mig örlítið fleiri skref þegar ég fer á herbergið J J
Fórum seinnipartinn öll 3 í göngutúr ætluðum að heimsækja Maurise og Niel en þau voru ekki heima. Á heimleiðinni fór að hellirigna. Ég kíkti í fyrst sinn á TV síðan ég kom hingað. Ótal sjónvarpsstöðvar horfði á BBC prime nema hvað.
Í kvöld fékk ég bestu blómkálssúpu sem ég hef smakkað og mjög gott gulrótarbuff í kvöldmatinn. Var orðin úrvinda kl. 10.00 við að gera nánast ekki neitt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.