7. hluti ferðasögunnar

Mánudagur Í dag vaknaði ég snemma og förinni er heitið til Svellendam til að hitta bókarann. Mikil spenna var hvort Landróverinn myndi hafa þetta af en hann hefur verið að leka vatni og hitar sig.

Loksins fékk ég að fara í bíltúr í Landróvernum. Þessi leið er ansi falleg, margt er líkt með landslaginu á Íslandi og hér. Sá mikið af fallegum gróðri, Kýr í fleiri litum en fyrsta daginn þegar ég sá kúahjörð sem var öll eins á litinn, en litirnir virðast vera sérstakir fyrir hvert bú hér. Sáum mikið af ljótum kindum og mikið af alls konar trjám og blómum. Sáum líka tvö stóra strúta á heimleiðinni.

Fórum á mjög fallegan restaurant og fengum okkur hádegisverð. Spagetti Bolognese og Bjór, Villi fékk sér steik, 250 rönd fyrir okkur þrjú með tipsi. Held það sé ansi vel sloppið. Ég tók fullt af myndum út um gluggann enda vorum við á hraðferð eins og alltaf.

 

Þriðjudagur

Hann vantaði hér í bókina og Guðmundur harðstjóri skipaði mér að skrifa og standa mig. Ha Ha

Púki Púki

Skrifa skrifa

Ha ha

 

 

Þriðjudagur og loksins loksins heitt. Í dag er áætlað að fara niður að á. Undirbúningurinn tekur sinn tíma og við förum rúmlega 2. Skemmtilegar göngur hér alltaf. Hér ganga allir í halarófu ekki hlið við hlið og ég alltaf síðust með mína skemmtilegu grindargliðnun. Brian eldri maður með hvítt hár og sólhatt sat undir tré í skugganum af stóru eikartré með hvítvínsglas hér við hlið. Ofsalega fallegt þarna við höfðum með okkur drykki og pasta. Nutum lífsins og náttúrunnar. Fleira fólk kom þarna og allir plöntuðu sér í sama skuggan undir eikartrénu. Hjón með börn og 4 kallar með stóla og borð og grill og kælibox og dúk og glös og alles. Brian gerði óspart grín að þeim. Áttum góða stund í æðislegri náttúru. Tók fullt af myndum. Guðmundur var svo paranojaður yfir Tikki sem eru pöddur hér að hann var reglulega á iði og steig stríðsdans fyrir okkur. J Er ekki frá því að ég hafi verið aðeins drukkin á heimleiðinni. Ýmiss gróður þarna er mjög líkur og heima bara dýpri litir. Litirnir í ánni brúnir og fallegir. Hvítir steinar. Fjallið er aldrei eins eftir frá hvaða sjónarhorni maður kíkir og birtunnui. Ægifagur. Fékk far með Brian enda var ég beint á leið í vikulegan kvöldverð hjá þeim bresku. Náði að skella mér í sturtu en var samt drukkin en what a hell. Fengum góðan mat hjá Dave og Margrét, Kjúklingabringur marenaðar í góðri sósu og grænmeti með , sátum uppi við sundlaugina en stoppuðum stutt. Aðeins bætt á sig drykkjum J

Myrkrið var að skríða inn á heimleiðinni. Myrkrið hér er svo allt allt öðru vísi en á Íslandi það sér ekki móta fyrir neinu. Samt er himininn fullur af stjörnum sem tindra en þær lýsa ekki neitt. Hef enn ekki komið auga á tunglið.

Maurise og Niel fengu sér drykk hjá okkur fyrir svefninn. Alltaf fjör í kringum þau. Svo sátum við þrjú að sumbli úti á stéttinn   vafin innan í teppi. Undarleg þessi útiárátta hér. Þó þetta fína hótel sé hér með öllum luxus sem hugsast getur. Með öllum sínum sófum stólum og listaverkum gömlum sem nýjum.

Miðvikudagur enn heitt Gigtin var í stuði í dag. Vakti mig með verkjum kl. 4 í nótt og aftur kl. 8 í morgum, skildi það hafa eitthvað með drykkjuna í gær að gera !!!!

Afríkanskt te og muffins með marmelaði í morgunmat J

Við Guðmundur gengum á pósthúsið og kíktum í nokkur gallerí. Fish and chips í hádegisverð.

Segðu svo að ég nenni ekki að skrifa herra Guðmundur harðstjóri. Stóð mína plikt í dag.

 

Frá Guðmundi: Ókey J J J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband