19.10.2007 | 21:20
8. hluti ferðasögunnar
Fimmtudagur 18. okt. Kl.01.22 (19-10)
Ég vaknaði hress í morgun engir verkir og lífið bjart og svo var það allan daginn. Veðrið gott Guðmundur skammaði mig og rak mig í sólina þegar ég fór að skjálfa í skugganum J
Við fórum í göngu um þorpið í dag og kíktum inn i flestar búðirnar ekkert að sjá allt eins og eldgömul og lúin kaupfélög. Minna sumar á búðina í Hveragerði hjá kallinum með skeggið. Guðmundur var mjög spenntur í dag 3 Vikinsladys from Norway voru að koma í heimsókn. Þrjár gamlar vinkonur hans sem hann hafði búið með um lengri eða skemmri tíma hverri og einni í Noregi. Hótelið og ressin var pakfullt svo mikið var að gera. Og Guðmundur beið spenntur eftir þeim eins og krakki sem bíður eftir að kl. Verði 6 á jólunum.
Ó já three Vikings arriwed. Konur á mínum aldri og eldri allar ólíkar hver á sinn hátt. Sérstakar og æðislegar.
Nú vandaðist tungumálið verulega. Hér við borðið okkar eru fjögur tungumál að keppast við athyglina enska, norska, íslenska og afrikan. Ég get ekki hlustað svo hratt þegar ég er að einbeita mér en náði þó flestu. Verst þau tala norsku og skipta svo skyndilega yfir í ensku og horfa á mig ég næ ekkert að skipta svona fljótt. Ferlega fyndið. Ó herra fgud ég get ekki hlustað svona hratt á mörgum tungumálum í einu.
Mér sýnist á öllu að nú sé friðurinn úti og víkingarnir búnir að hertaka plássið.
Í kvöld var Brie eins konar grill fyrir ráðstefnugestina. Hér er eldstæði uppi í garðinum þar sem kveikt er í viðarbútum og grind sett yfir og grillað þannig. Í dag er rok svo þetta er ekki svo auðvelt. Spýturnar brenna svo hratt upp og það kemur mikill reykur. Villi var ræstur út og látinn sjá um brieið þar sem það var fullt af öðrum gestum líka. Hér hefur verið mikið að gera og margt lent á Villa mínum en hann stendur sína plikt meira segja ég var allt í einu komin á hlaup með bakka milli eldhús og grills. Myrkrið skall svo skyndilega á og græja þurfti ljós við grillið svo Villi sæi matinn J J
Ég reyndi að taka myndir af stjörnunum en held það hafi mistekist sé það betur þegar ég set myndirnar í tölvuna, held ég nenni ekkert að standa í því hér. Brian, Jenny og systir hennar Pam komu og fengu sér að borða hér í kvöld og komu í Lasty hjá okkur þá var nú fjör. Gaman að sjá þau aftur.
Allavega það sem stendur uppúr í nótt er tungumálarugl, ást, vinátta, kærleikur.
Sakna ykkar allra heima
Athugasemdir
Hæ Ása Hildur, gaman að skoða bloggið og til hamingju með afmælið, skilaðu kveðju til strákalinganna, þeir ætla sér greinilega alveg að láta þig um að skrifa fréttir frá afríkunni, en það er líka frábært að fá að skoða þetta allt frá þinni hlið. Ástarkveðja til ykkar allra...Hafdís
hafdis (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.