10. hluti ferðasögunnar

Sunnudagur 21. okt 2007

 

Á sunnudögum er alltaf spennandi að fá sunnudagssteikina. Í dag tókst hún mjög vel, borðuðum 6 saman skandinavarnir úti í garði þriggja rétta máltíð í yndislegu veðri. Þetta var svona eins og stórfjölskyldumáltíð. Namm namm svaka flott. Við komumst að því að við erum orðnar frægar hér fyrir að hafa farið gangandi til og um Gvenandalh Cool

Seinnipartinn fór Guðmundur með okkur á Landróvernum í smá ferðalag að skoða mjög spennandi útilegustað Auswitch eða eitthvað svoleiðis heitir hann. (Set inn rétt stafsett nöfn seinna) Alla vega þýðir nafnið útsýni og það var mjög fallegt þarna, ægifögur fjallasýn. Því miður var lokað þegar við komum en við gengum um svæðið og það var æðislegt. Þarna er hægt að kaupa sér gistingu í tjöldum sem eru stór eins og hús. Eins og í bíómyndunum. Inni í þeim eru hjónarúm uppábúið, húsgögn, kæliskápur og allt til alls, mér fannst þetta stórmerkilegt. Þetta var við á og til að komast þangað þurfti maður að fara yfir ansi langa hengibrú. Lucky greyið þorði ekki yfir hana en reyndi að synda yfir en það var of straumhart fyrir hann. Þarna voru líka kanóar og allt mjög spennandi. Allt svo vel hirt og snyrtilegt. Þarna voru líka vínakrar og blóm og kúabú, ég hef aldrei séð eins margar kýr samankomnar á einum stað. Góður dagur sem endaði í kvöldmat seint í bakherberginu.

 

Mánudagur 22. okt. 2007

 

Í dag svaf ég út, þegar ég kom á fætur komu norsku víkingarnir og ég slóst í för með þeim í göngu um bæinn. Fórum á tourist info og spurðum hvort það væri ekki neinn bíll sem gæti farið með okkur í stuttar ferði frá Greyton. Það var horft á okkur eins og geimverur. Hér eru engar skipulagðar ferðir neitt, enginn strætó, rúta, taxi eða bara alls ekki neitt. Og við vorum spurðar hvernig við hefðum yfirleitt komist til Greyton LoL Mjög fyndið allt saman. En Leiðtoginn var nú alls ekki tilbúin til að gefast upp við þetta og spurði og spurði alls kyns spurninga og vesalings stúlkan sem var fyrir innrás Víkinganna hringdi út um allan bæ til að afla upplýsinga. Komum öllu í uppnám. Okkur fannst þetta allt mjög skrýtið. Á endanum bað hún okkur að koma eftir klst. og tala við bossinn. Svo við settumst bara rólegar á næsta veitingstað og fengum okkur dásamlegan hádegisverð og engiferöl heimalagað. Hlógum mikið að þessu ísbrjótarnir, þurfum alltaf að gera eitthvað sem aðrir ekki ekki vanir að gera hér um slóðir. Okkur nægir ekki að sitja á fínum veitingastöðum og drekka vín við viljum meiri action og sjá meira en bara veitingahús.

Jæja eftir matinn fórum við aftur í infoið þá var eigandinn kominn og inn kom líka svissneskur guide og við fórum að spyrja og spyrja og alltaf vorum við spurð hvort við vildum fara í Casino, Leiðtoginn varð alveg óð og sagði að við værum ekki vitlausar við værum vel gefnar og færum ekki í Casino. Eigandi vildi alls ekki að við færum til Caledon sem er næsti bær því þar væri ekkert að sjá. Jæja alla vega endaði þetta með því að á morgun þriðjudag erum við búnar að ráða okkur bílstjóra og guide til að fara með okkur til Hermanus í dagstúr fyrir 200 rönd á mann. Þar er víst ýmislegt að sjá og hlakka ég mikið til.

Seinna í dag fór Guðmundur með okkur og við pikkuðum HilkAnne upp, hún er þjónn hér á Lodginu. Hún sýndi okkur meira af Gvenadal, við erum heillaðar af því þorpi. Hún byrjaði á að skamma mig því ég veifaði ekki öllum sem við keyrðum fram, hjá svo ég tók mig á og gerði það eins og drottning í framsætinu á Landróvernum. Hrikalega fyndið en þetta er víst siður hér og ......Allavega hún fór svo með okkur uppí gil fyrir ofan bæinn þangað sem þau fara á föstudögum og skemmta sér, þar var ægileg fegurð og ég tók fullt af myndum. Bara stuð hér núna. Leiðtoginn sem er kokkur og mikil Gourmei manneskja ætlar að elda í kvöld og það verður spennandi. Ætla að fara að snyrta mig til. Bið að heilsa öllum. Kiss kiss og knús knús.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilldar blogg, allar færslurnar! Svona á að blogga á ferðalögum! 5 stjörnur!

Árni Sal. (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Gott að þú skemmmtir þér vel. Verðurðu ekki ofsalega brún þegar þú kemur til baka. Knús til þín.

Svava frá Strandbergi , 24.10.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband