31.10.2007 | 22:20
Maurahland
Loksins er ég komin heim úr þessari miklu ævintýraför, marin, bitin, með brotna tönn og maurahland á hökunni en alsæl og þakklát.
Mjög þreytt en mikið er alltaf gaman að koma heim og gott að fara á sitt eigið klósett, sína sturtu og sitt rúm ;-)
Ekki það að ég hafi ekki lifað í lúxus ó jú.
En tölvan mín skrapp víst í frí líka meðan ég var úti og seinkaði fluginu hennar eitthvað heim svo frekari ferðasaga og myndir bíða betri tíma. Á margar síður óskráðar inn í tölvuna í stílabókinni góðu. Svo bara bíðið róleg eftir framhaldinu.
Hér biðu mín margir pakkar og heillaóskaskeyti frá fólki sem mér datt ekki í hug að myndu einu sinni hafa hugmynd um að ég hefði átt afmæli. Takk fyrir mig öll sömul. Ætla að ná úr mér þreytunni og sinna fjölskyldunni áður en ég fer að vísitera og þakka fyrir mig.
Norsku víkingarnir eru líka komnir heilir á húfi heim alsælir :-)
Athugasemdir
Velkomin heim á klakann. Hann er alltaf bestur ekki satt.?? já og til lukku með afmælið.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2007 kl. 22:27
Velkomin heim Ása mín, þetta hefur ekki verið neitt smá ferðalag og það kætir mig mjög að ferðasögunni sé ekki lokið, ég bíð spennt.
Edda V. (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.