2.11.2007 | 14:02
14 hluti ferðasögunnar til s. afríku
30. okt. 2007 kl. 18.30 að afrískum tíma. Cape Town airport, Dulcé café.
Loksins eftir æðislega ferð er ég komin á heimleið, sloppin gegnum tékk með 29 kg. Bumbulínu. Flýg kl. 20.50 til Heatrow. Kom hér mjög tímanlega og dúlla mér. Enginn kvíði fyrir ferðinni heim, bara tilhlökkun að hitta fólkið mitt sem ég sakna mjög mikið.
Í morgun þegar klukkan hringdi sendi ég Guðmundi og Bryndísi sms um að ég kæmi ekki í morgunmat 8.30 eins og ákveðið hafði verið kvöldið áður. Var þreytt og syfjuð eftir erfitt kvöld, kvöldið áður. Vissi líka að Guðmundur og Víkingarnir þyrftu að ræða erfiða hluti ég ég bara nennti ekki að taka þátt enda hafði þetta mál ekkert með mig að gera. Svaf bara aðeins lengur enda full ástæða til að hvíla sig sem best fyrir heimferðina.
Allavega fór þetta allt vel og þau komu brosandi heim öll sömul. Stundum þarf að ræða út um ákv. hluti og það var gott.
Við Guðmundur fórum svo í síðbúinn morgunverð með manni sem hann hitti kvöldið áður og var búinn að mæla sér mót við nóttina áður á bar. Guðmundur var að reyna að fá hann til þess að koma og vinna hjá sér sem þjónn. Jafnvel yfirmaður seinna. Enda sagðist hann vera með reynslu á því sviði. Fyrst verða þeir að sjá hvort þeir geta treyst honum. Held að aðalspurningin sé hvort hann fýli að búa í svona litlu þorpi. Vonandi gengur það upp því Guðmundur rak einn þjóninn á laugardaginn meðan leikhúsið var á fullu. Svo þeir eru undirmannaðir og 150 manna brúðkaup framundan á laugardaginn.
Víkingarnir voru að fara kl. 13.30 út á flugvöll svo við fórum í snemmbúinn Lunch með þeim í portinu skemmtilega sem við höfðum fengið okkur í glas fyrsta kvöldið í Cape Town.
Ég pantaði mér uppáhaldið mitt Kjúklingalifur og hún var sko góð namm namm, en undarlega borin fram í súpu með basil. Góð blanda.
Erfitt var að skilja við Guðmund sem varð að drífa sig heim. Og ekki léttara að skilja við nýju vinkonurnar frá Noregi sem gerðu þessa ferð fyrir mig enn fullkomnari en ella.
Þrjár mjög ólíkar stelpur.
Bryndís Leiðtoginn sem er gourmet kokkur og rekur verslun í Osló kem kokkavörur, er lessa (veit ekki hvort það skipti máli en það var bara svo stór partur af karakternum svo ég hef það með). Hún er með tattoo á framhandleggnum stórt frá olnboga og niður sem stendur á HUMAN með gömlu ensku skrautletri. Þetta tattoo fleytti okkur yfir marga samskiptaerfiðleika við innfædda. Hún er ekki svört, hvít, lituð eða lessa bara HUMAN. Flott töff stelpa við náðum vel saman og hún hjálpaði mér mikið í ferðunum.
Tora sem er geðhjúkka í Osló fer heim til sjúklinganna og aðstoðar þá til sjálfshjálpar. Hún er svo blíð og góð og hjálpsöm og skilningsrík og alger perla alltaf svo pen. Reyndist mér líka ákaflega vel eins og þær allar.
Tuna er aðeins eldri, félagsráðgjafi í Osló og er að fara á eftirlaun. Ég kynntist henni minnst því hún talar norsku með þýskum hreim og litla ensku þannig að ég átti alltaf í fullu fangi við að skilja hana. En hún er svona hippatýpa, grænmetisæta og reykir eins og strompur. Við náðum samt vel saman og náðum að tengjast góðum böndum.
Þrjár splunkunýjar vinkonum, allar hörkukellur sem eru reynsluboltar eins og ég og hafa reynt ýmislegt gegnum ævina.
Það sem sameinaði okkur í upphafi var að allar vorum við komnar yfir hálfan hnöttinn til að sjá með eigin augum hvernig okkar ástkæru Villi og Guðmundur hafa það. Sameinuðumst í ást til þeirra.
Víkingarnir og Guðmundur höfðu öll kynnst þegar þau voru ung. Guðmundur, Bryndís og Tora höfðu unnið saman, og Guðmundur leigt hjá Tune. Bryndís og Tune þekktust ekki mikið fyrir ferðina en vissu vel af hvor annarri gegnum árin. Ákváðu svo allar þrjár að skella sér saman til að upplifa ýmislegt áhugavert saman.
Veit að nú eru meiri líkur en áður á að ég stefni á að heimsækja Stebba bróðir til Osló ef fjárhagur leifir næstur árin eftir að hafa kynnst þessum perlum í frá Osló. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér.
Jæja eftir að þær fóru skellti ég mér ALEIN á netkaffihús og bloggaði smá. Var svo sótt af TAXA 15.30 sem Guðmundur hafði pantað fyrir mig um morguninn.
Þegar ég kom út á flugvöll sem er verið að byggja við afhenti bílstjórinn mig einhverjum Porter sem tók töskurnar mínar og keyrði þær eftir alls kyns ranghölum að innganginum og vildi fá borgun fyrir. Ég greiddi honum með bros á vör fegin að þurfa ekki að finna út úr því að rata sjálf og láta þjóna mér.
Tíðindalaust gekk að tékka mig enn þó ég væri með 29 kg. tösku 7 kg. í yfirvigt. Þurfti ekkert að borga :-)
Ég er orðin svo mikið Buffolófrík að ég sogaðist að öllum minjagripabúðum eins og mý á mykjuskán, er komin með nokkra :-)
Fékk mér hamborgara á Dulcé café og skrifa hér af miklum móð í stílabókina grænu góðu sem hefur fylgt mér alla leiðina. Á eftir 22 rönd ætla að athuga hvort mér tekst ekki að koma þeim í lóginn áður en ég fer 19.25.
Ha hal fann Buffalópóstkort Reyni að póstleggja þau á Heatrow. Hlakka ekki til að fara með Bumbulínu gegnum Heatrow og milli termínala hún er orðin ansi þung í vöfum.
Hef á tilfinningunni að ég sofi í þessu flugi er þreytt og sveitt as usual á flugvöllum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.