15. hluti ferðasögunnar og sá síðasti úr stílabókinn.

 

Miðvikudagur 31. okt. 2007 kl. 08.50. Costa, Heatrow terminal 1

Flugið gekk vel, sat við gang og með þægileg mæðgin mér við hlið. Var ansi þreytt þegar ég kom í vélina, átti erfitt að halda mér vakandi fram að mat. Sem var ekkert sérstakur í þetta skiptið. Horfði á eina mynd sem ég man ekki hvað heitir en var um hjón þar sem konan fékk alsheimer, þetta var bara nokkuð góð mynd. Svaf svo alla nóttina með nokkrum hléum. Var enn ansi sybbin þegar við lentum, hélt ég væri bara alveg búin á því öllu saman. En ég vaknaði þegar ég kom út og er bara hress en talsverða verki í grindinni enda ekki nema von eftir öll ævintýrin.

En þvílíkur munur á fyrri ferðinni og þessari hvað kvíða og spennu varðaði, nú gekk þetta bara allt smurt og ég finn fyrir auknum styrk og getur J

Ég var smá stund að finna skilti sem vísaði á lyfturnar góðu J Og vitir menn sama ævintýrið byrjaði aftur. Maður flaut með straumnum út 2 sinnum á vitlausri hæð, munurinn var að nú vissi ég hvert ég ætti að fara og skemmti mér konunglega í þessum lyftum. Mér gekk svo ágætlega að finna lestina en fékk ekki að fara á 1 klassa aftur (undarlegt) og er hér komin á Costa.

Jæja en ferðin til Cape Town gekk vel við tróðum okkur fjórar inní Bimmann með allan okkar farangur og Guðmundur kom með og ætlar að vera með okkur í tvær nætur og sýna okkur borgina.

Leiðin niðureftir er mjög flott og svo taka kofahverfin við í útjaðri Cape Town. Þau koma okkur íslendingum spánskt fyrir sjónir. En hér er mikil fátækt og miklar breytingar á þjóðfélaginu. Verið er að byggja betri hús fyrir þetta fólk sem hefur verið kúgað og illa farið með í áratugi.

Jæja við vorum búin að panta hótelherbergi á hóteli sem er í mörgum húsum í vernduðu hverfi þar sem eru öryggisverðir á hverju horni. Hér er glæpatíðnin víst ansi mikil. Þegar til kom fengum við svo Luxusvillu sem hafði losnað óvænt með fimm hjónaherbergjum með sér baði, eldhús, stofa með arni, garður með tveimur sundlaugum og ég veit ekki hvaða luxus var ekki. Allt svo fallegt alvöru listaverk um alla veggi. Já ef maður er ekki orðinn fordekraður eftir þessa ferð veit ég ekki hvað. Ég fékk stærsta og flottasta herbergið sem var með geggjuðu baðherbergi, marmaralagt með sérgarði, hægt var að opna glervegg út í garðinn þá var maður í baði úti og gat horft á gróður og uppí himininn. Geggjað J

Við ákváðum fyrsta kvöldið að sleppa Tabel Mountain sem allir túristarnir fara á tímdum ómögulega að eyða mörgum klst. í biðraðir höfðum svo stuttan tíma. Og ekki var hægt að fá miða út í Robin eyju þar sem Nelson Mandela var lengi í fangelsi.

Fyrsta kvöldið borðuðum við á Soho sem er á hótelinu, mjög góðan tailenskan mat. Komumst strax að því að þetta hverfi er mjög miðsvæðis og frekar fínt. Er mjög vinsælt Gay svæði. Hér morar allt í gullfallegum hommum ;-) Bryndís var harðákveðin í að kíkja á næturlífið á Gaystöðunum en fylgdi okkur samt framanaf kvöldi.

Við fórum á Manhattan sem er vinsæll hommabar á næsta horni við hótelið. Þar vor mjög frægar konur að skemmta og allt vitlaust. „tree tonns of fun" I love you bebe var aðallagið. Við Guðmundur og Bryndís hentum okkur inní þvöguna þetta var sko eins og í kavíartúpu vel troðið og maður hreyfðist með mannskapnum. Dönsuðum villt og galið smá stund með hendurnar um vasana til að forðast þjófa. Gaman gaman. Þrýstumst svo út aftur og fundum Toru og Tune á næsta bar inní porti sem er með nokkrum veitingastöðum og verslunum. Fengum okkur einn fyrir svefninn.

Við Guðmundur fengum svo annað brjálað hláturskast þegar heim kom þegar við vorum að spá í þessum fínu aukahlutum á luxushótelinu sem við vissum bara ekki til hvers væru ætlaðir. Hlógum okkur til óbóta af tómri vitleysu.

Daginn eftir var svo vaknað snemma til að sjoppa og kíkja á bæinn. Thora vaknaði fárveik og Guðmundur þreyttur, svo eftir morgunmatinn skunduðum við Bryndís að kanna svæðið meðan hin lúrðu aðeins lengur. Við röltum á markaðinn og fundum Monckie Biz sem áætlunin var að kíkja á seinna um daginn með Turu.

Keyptum okkur svo brauð, osta, lifrapaté og gummilaði til að taka með heim í smá Lunce. Þá voru hin strokin svo við slöppuðum bara aðeins af og fórum svo að hitta þau niður við Monckie Biz sem er verslun uppi á þriðju hæð inni í flottri búð sem veitir smá húsnæði í verkefnið sem gengur út á það að fólkið fátæka í Town shipinu fær perlur og víra og frjálsar hendur um hvað það gerir við þetta. Munirnir eru svo seldir þarna og allur ágóði fer beint til þeirra. Þarna kenndi ýmissa grasa of fullt af fallegum hlutum. Sem höfðuðu þó ekki mikið til mín. Keypti samt perlu Buffaló til að hafa á ísskápnum og eitthvað smádót annað.

Dagurinn fór svo í göturáp milli búða, markaða, og kaffihúsa. Seinnipartinn fórum við svo á verslunarsvæði við höfnina. Moll og minjagripir. Fundum Ocean Basket sem við höfðum verið svo ánægðar með í Hermanus svo við snæddum Dinner þar. Ekki stóðst þessi nú samanburðinn en maturinn var samt góður.

Cape Town heillar mig ekki baun ólíkt öðru í s. Afríku, markaðirnir nánast ekki með neinni fjölbreytni, allt eins og lítið spennandi. Fann engin spennandi föt á mig eða Ödda leitaði þó nokkuð samt.

Þegar heim var komið fór allt í bál og brand milli tveggja í hópnum og ég sat og róaði einn fram eftir nóttu. Erfitt og átakanlegt en leystist farsællega daginn eftir. Þreyta og alkóhól fara illa saman og draga það versta fram í fólki sem oftast er bara tómur misskilningur.

Jæja kl. er 9.45 ætla að fara að tékka á hvort farið er að tékka inn í flugið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband