Sjokk

Er að fara í gegnum myndirnar mínar úr s.afríkuferðinni og er í losti. Einhvern veginn virðast myndir frá 17 til 25 okt hafa glatast. Finn engan veginn út úr þessu. Þetta eru myndir sem voru teknar á kortið sem hvarf en var búið að setja inní tölvu í Greyton og á USB lykilinn minn en finnast ekki þar. Þetta eru myndir af mörgum bestu dögunum mínum. Svo ég er miður mín. Búin að senda mail út og vona að þær finnist í tölvunni úti. Nóg var samt að tapa myndunum á glataða minniskortinu.

En það er gott að vera komin heim. Mér brá samt ansi mikið við birtuna og veðrið úff. Mér finnst aldrei bjart eftir allt sólskinið í afríkunni. Ég er ekki vön að láta skammdegið fara í mig en þessa dagana gerir það það. Kannski eru það ýmsar slæmar fréttir líka sem ég hef fengið sem eru að draga mig niður og þreyta.

Ætla að reyna að rísa upp enda fullt að skemmtilegum verkefnum að fara í gang sem halda mér gangandi í skammdeginu. Þarf bara smá aðlögun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Velkomin heim Ása Hildur.

Svava frá Strandbergi , 5.11.2007 kl. 00:04

2 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Velkomin heim! Þetta hefur verið rosalegt ferðalag hjá þér. Ég vona að myndirnar þínar komi í leitirnar, það er svo leiðinlegt að týna svona óbætanlegu efni.

Vilborg Valgarðsdóttir, 5.11.2007 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband