6.11.2007 | 17:04
Afréttari
Já dóttir mín Kjaftaskurinn segir alveg satt ekki á að blóta á netinu. Sorry darling.
Fór niður í Vin í dag og tókst að rétta af áttavitann og kom jákvæð og full orku heim.
Alltaf gott að hitta vinina og fá knús og trilljón hamingjuóskir. Heilsuhópurinn var í dag og þar var verið að fjalla um að setja mörk. Þörf ábending til mín og fékk mig til að hugsa ýmislegt. Næst á að fjalla um jólakvíðann en hann þekki ég af eigin raun. Þó ekki síðustu ár vonandi get ég deilt einhverju jákvæðum fræjum þar eftir viku.
Ég vona að nú standi ég á tímamótum. Búin með hálfa öld og það er undir mér sjálfri komið hvernig ég ver næstu hálfu öld eða svo.....
Það var svo stjórnarfundur í Ferðafélaginu Víðsýn þar sem ýmislegt skemmtilegt var plottað og mikið að hlakka til. Félagsfundur þar á fimmtudaginn já og reyndar líka í Halanum svo næg verkefni eru framundan.
Í kvöld á ég svo von á sérlega skemmtilegum og fyndnum gestum. Hlakka mikið til.
Er sem sagt komin í jákvæðni gírinn aftur
Veit ekki hvort ég þarf sólgleraugu í skammdeginu
Athugasemdir
Eigðu skemmtilegt kvöld.
Marta B Helgadóttir, 6.11.2007 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.