Félagsmálstörfin taka sinn toll

Í gær var mikill fundardagur hjá mér, fyrst í stjórn Víðsýnar svo félagsfundur hjá Víðsýn sem var nokkuð strembinn, menn greinir á um ýmislegt en farsæl lausn fannst.

Seinna um daginn var svo stjórnarfundur hjá Halaleikhópnum sem var mikill vinnufundur og strax á eftir var félagsfundur hjá Halanum. Sem sagt brjálað að gera og maður aðeins lúinn eftir alla fundina.

En nú erum við að fara af stað með að undirbúa sumarferðir Víðsýnar 2008 og verður það bara spennandi. Og Gaukshreiðrið byrjar í æfingum á sunnudaginn.

Það er alltaf gaman og þroskandi að taka þátt í félagsstörfum en undarlegt samt hvernig allir fundir raðast stundum á sömu dagana í ólíkum og ótengdum félögum.

Ágúst sjúkraþjálfari tók líka hressilega törn á grindarskrattanum í gær svo kannski er ekki nema von ég hafi verið orðin uppgefin þegar heim kom. Grindin er alls ekki að láta undan eftir ferðalögin heldur kvartar og kveinar alla daga og nætur sem er öllu verra. En þetta hlýtur allt að vera á uppleið alla vega læt ég hana ekki stoppa mig og taka völdin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband