10.11.2007 | 02:24
Litli spekingurinn minn
Amma þú ert mesta jólastelpa sem ég þekki sagði prinsessan mín þegar ég keyrði hana heim eftir bíóferð í kvöld. Við keyrðum framhjá Húsasmiðjunni og ég tendraðist öll upp þegar ég sá upplýstu jólatrén. Ég hafði fengið annað slíkt kast þegar ég keyrði hana í dans í vikunni og sá líka upplýst jólatré. . . .
Já ég elska jólaljós og fæ sjaldan of mikið af þeim. Mér finnst þau guðsgjöf í skammdeginu hér á Fróni sem ég finn mikið meira fyrir nú í ár en áður eflaust birtumunurinn frá s. afríku.
Svo fórum við að tala um jólatilhlökkun, þetta er hálfgert vandamál sagði hún því allir eru byrjaðir að spyrja mig hvað ég vilji fá í jólagjöf Og sagði ég ertu ekki komin með óskalista? Nei sagði hún og dæsti (stórt vandamál) Langar þig ekki í neitt sagði ég. Nei nei ég þarf ekkert að eiga fullt af hlutum sagði hún.
Hún er svo nægjusöm þessi elska komin með nýju Harry Potterbókina og aðalvandamálið er þar að hún þarf helst að sofa ofan á henni svo foreldrarnir steli henni ekki til aflesturs meðan hún sefur. Spái því að hún klári hana um helgina.
Þegar við vorum að verða komin uppí Breiðholt datt út úr spekingnum Amma ég verð nú að viðurkenna það að ég er vaxin uppúr þröngu gallabuxunum mínum og gæti alveg hugsað mér að fá nýjar
Athugasemdir
Æi hvað prinsessan þín hljómar yndislega nægjusöm og niðri á jörðinni. Þú verður að finna nýjar þröngar gallabuxur á hana.
Ég er sammála þér með ljósin. Þau stytta svo skammdegið og ég leyfi alltaf útiseríunum að loga allavega út janúar.
Jóna Á. Gísladóttir, 11.11.2007 kl. 23:38
Börn eru yndisleg eins og lítil jólaljós.
Svava frá Strandbergi , 12.11.2007 kl. 05:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.