Af speki og rauðum fötum

„Amma þú ert agaleg“ sagði prinsessan í dag þegar ég var að dást að fína Húsasmiðjujólatrénu við Vesturlandsveginn, „Ég er viss um að það fer að vaxa á þig hvítt skegg og hár“ Já sagði ég og fór að rifja upp hvað ég ætti af rauðum fötum, sem er ekki mikið en ég á þó svört Nokia stígvél innst í geymslunni...................

Allavega þá hefur mér nú enn tekist að hemja mig með að hengja upp jólaskrautið heima, (kannski af því að það þarf að þvo gluggana áður). En ég vona að sjálfboðaliði í gluggaþvotti og upphengjur á jólaseríum spretti upp heima hjá mér næstu daga. Eins og mín nánast fjölskylda veit er þetta mikil serímonía með stofugluggann allavega. Ekki fer maður nú að breyta því.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

úff... Er komið að því að fara að príla í gluggakistunum hjá þér....Sé til hvort við getum ekki kíkt við fljótlega.

Sigrún Ósk Arnardóttir, 13.11.2007 kl. 07:42

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég ætla ekki að skreyta fyrr en á Þorláksmessu.

Svava frá Strandbergi , 14.11.2007 kl. 13:35

3 identicon

Jólagardínurnar komnar upp í Vin, og ljós á leiðinni. Knús,

björg (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 14:24

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er með góða hugmynd fyrir þig. Í Rúmfatalagernum fæst "poncho" í mörgum litum t.d. rautt og kostar 690 krónur ég keypti mér eitt og það er rosalega gott að vera í því úti, hlýtt og fínt og ef þú ferð í rautt þá er maður pínu jólasveinn. VIss um að ömmustelpan þín hefði gaman af því. kær kveðja  World Kindness Day 1 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband