22.11.2007 | 01:06
að kafna í annríki - Leikarar óskast
Ég er búin að gera heiðarlega tilraun til að kæfa sjálfa mig í annríki það sem af er vikunni. Mikið búið að vera að gera í leiklistinni og fundir í hinum ýmsu nefndum sumir mjög langir hafa poppað upp hver á fætur öðrum. En bara vinna og tómt gaman oftast.
Guðmundur mágur er búinn að vera hér heima og ég hef verið að rúnta með hann um allar trissur í alls kyns útréttingum. Bara gaman að hafa hann með sér.
Villi bróðir stendur aftur á móti í stórræðum, þar gerði stórflóð í morgun sjá nánar á blogginu hans http://www.afrikufararnir.blogspot.com/.
En aðalmálið er samt að enn vantar leikara í þrjú hlutverk í uppfærslu okkar á Gaukshreiðrinu og það eitt stórt. Sem sagt Indjánann, lækninn og sjúkraliða. Er enginn þarna úti sem langar að prufa að leika ????? með frábærum áhugaleikhóp www.halaleikhopurinn.is
Sonurinn þvoði stofugluggann í dag svo kannski fara að birtast jólaljós í Húsinu á Sléttunni bráðum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.