24.11.2007 | 21:29
Jólaljósin eru komin upp í húsinu á Sléttunni :-)
Í gær drifum við Ingimar okkur í geymsluna með stóru bumbulínu og skiptum á henni og jólaskrautskössunum. Sem Prinsessunni finnast skammarlega margir og eitt enn AMMAAA datt út úr henni.
Á meðan ég straujaði jólagardínurnar setti hann grýlukertaseríuna í stofugluggann og hún skellti upp smá skrauti hér og þar um húsið og hengdi upp handklæði og viskustykki um allt. Stráksi aftur á móti harðneitaði að setja englaljósin mín gömlu góðu í stofugluggann !!! Finnst alveg kominn tími á að hvíla þau í bili.......
Jæja eftir æfingu í dag sótti ég dótturina Kjaftaskinn til að bjarga englunum upp fyrir mig. En þegar við komum heim urðum við standandi hissa. Haldiði að guttinn minn hafi ekki verið búinn að hengja upp seríur á hillusamstæðuna og bókahilluna og sitthvað fleira.
Kjaftaskurinn setti englana upp og stráksi kvartaði ekkert, held hann sé bara í jólastuði.....
Takk krakkarnir mínir hvar væri ég án ykkar.
Athugasemdir
Marta B Helgadóttir, 26.11.2007 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.