jú jú enn á lífi

Bara með smá bloggleti. Er í þungum þönkum yfir hvort ég eigi að fara norður á jarðaför á laugardaginn. Líst ekkert á veðurspána og hálkuna.......

Allt er að ganga upp í Gaukshreiðrinu, ungarnir að týnast í hreiðrið hver á fætur öðrum. Mikið gaman þar í kvöld.

Í gærkvöld var ég með stjórfjölskylduna í Saltkjöti og baunum. Klikkar ekki. Æðislegt að fá tíma með þeim öllum. Vantaði bara smiðinn sísmíðandi. Set inn myndir fljótlega.

Er að rifna af stolti yfir mínum heittelskaða sem sló í gegn í dag með Hjólastólasveitinni á Kvennafundi ÖBÍ. Og verður að troða upp hjá Sjálfsbjörg á laugardaginn og í Þjóðminjasafninu á mánudag.

Jólaseríurnar rokkuðu feitt í partýinu í gær. Palli, Lovísa og Sigrún ætluðu beint heim að hengja upp seríur.....

Bjarni og Frosti eru samt ekki að fíla þetta, frekar en fyrri daginn en eru umburðarlindir og þola þetta á þessum árstíma. Palli sá einhverjar geggjaðar seríur í Köln í búð sem var lokuð og ætlar beint á netið og google þær. Hlakka til að sjá árangurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband