Sonurinn á afmæli

Systkinabörnin

Ingimar Atli litli strákurinn minn eins og ég kalla hann enn þó hann sé hreint ekkert lítill lengur á afmæli í dag orðinn 27 ára. Skil ekkert hvað hann eldist.

Hið ótrúlega gerðist þetta árið að ég held ég hafi ekki náð einni einustu almennilegri mynd að gripnum.

Bætt verður úr því hið bráðasta en á meðan set ég hér inn mynd á honum og systkinabörnum hans öllum samankomnum líklega rétt undir 1990. Myndinni stal ég af vef Ragnheiðar sem vonandi fyrirgefur mér. Hér eru þau frá vinstri Efst Bjarni Einar þá stjúpsonur Steina mágs, næst efst Siggi Haukur bróðir Bjarna, niður í neðstu röð frá vinstri Ingimar Atli með lokuð augun, þá Sigurður Jóhann sonur Hjálmars mágs, fyrir aftan hann Haraldur bróðir hans (sem átti afmæli í gær). Fyrir neðan hann Ragnheiður Karítas líka Hjálmarsdóttir, Þá Sigrún Ósk dóttir mín og Vilhjálmur stjúpsonur Steina mágs.  Já svona var nú fjölskyldan þarna og sérlega gaman að sjá þessa gömlu mynd og rifja upp fjörið í þessum krakkalingum sem nú eru öll orðin fullorðin og vegnar vel í lífinu, hvert á sinn hátt. Til hamingju með daginn Ingimar minn og Halli til lukku með daginn í gær. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

jamm, til hamingju með barnið.... hann nær þér bráðum.

arnar valgeirsson, 29.11.2007 kl. 10:23

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Til hamingju kæru mæðgin!

Laufey Ólafsdóttir, 29.11.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband