6.12.2007 | 10:55
Myndablogg frá 5. des.
Í gær fór Víðsýn í aðventuferð í Mosfellsbæ. Þar sem við m.a. huggum okkur jólatré hjá Skógræktinni til að setja upp niðrí Vin. Skemmtileg ferð, mæli með að heimskækja skóginn þar. Hér er Kristinn, Þórdís, Siggi, Daníel og ég búin að finna tré sem okkur leist á.
Ásgarður var heimsóttur og skoðaður. Okkur var boðið uppá kaffi og smákökur í notalegu húsnæði þeirra. Þar sem var svo góður andi. Takk fyrir okkur.
Hér er vinnustofan þar sem pússað er og ýmislegt fínlegra unnið.
Og smíðaverkstæðið í bröggunum. Góður andi þar líka og mikið dugnaðarfólk.
Jón, Rebekka og Garðar Sölvi.
Kirkjan að Lágafelli var skoðuð og við frædd um hana. Við fórum líka í kaffi í Mosfellsbakarí og þar var mér rækilega komið á óvart. Fékk kerti á kökuna og þennan fína afmælispakka frá Vinum mínum í Vin. Takk fyrir mig.
Fleiri myndir úr ferðinni má finna HÉR
Í gærkvöldi var svo æfing á Gaukshreiðrinu og framkvæmdafundur. Allt er að verða eins og á geðveikrahæli, leikararnir orðnir 20 og alls kyns leikmunir að detta inn.
Hér er McMurphy búinn að fara í heilageldinguna. Flestir með handritið ennþá.
Allt fullt af nýju fólki svo maður verður hálf ruglaður. Duglegt fólk og tóm gleði.
Fleiri myndir af æfingunni HÉR
Athugasemdir
Það hefur greinilega verið gaman hjá ykkur. Skemmtilegar myndir.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 19:00
Heil og sæl vinkona, vonandi verður heilsan betri með hækkandi sól. Leikritið bætir nú svolítið úr þessu fyrir þig. Bið að heilsa Guðjóni, sá tattúið hans á einni myndinni. Gleðileg jól og megi nýtt ár færa þér gæfu og gleði. Jólakveðja,
Anna Sigga (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.