Þetta er mjög sorglegt og því miður ekkert einsdæmi. Það að fá íbúð hjá Brynju, sem er húsfélag ÖBÍ, er ekki nein trygging fyrir öðru en húsnæði sem er tiltölulega öruggt. Ef þú hagar þér skikkanlega og borgar leiguna.
Það er engin þjónusta innifalin, þó í sumum sé ennþá húsvörður en hann fylgist bara með göngum ekki íbúunum sjálfum.
Í þeirri öryrkjablokk sem ég bý í er ekki húsvörður og formaður Hússjóðs Brynju, Helgi Hjörvar fullyrti það hér fyrir rúmu ári að það tíðkaðist ekki nútil dags að hafa húsverði og við það situr. Þrátt fyrir andmæli íbúanna sem fannst mikið öryggi af því að hafa húsvörð sem þó var bara í dagvinnu en bjó þó í húsinu. Ekki er neitt öryggiskerfi í húsinu af neinu tagi nema brunakerfi sem þó er ekki ekki fullkomið þó verið sé að vinna að endurbótum á því.
Sú þjónusta sem fólk getur fengið SÆKI ÞAÐ UM ÞAÐ SJÁLFT er á vegum félagsþjónustunnar annars vegar og heimahjúkrunar hinsvegar. Punktur basta. Já og nota bene fyrir hana þarf að greiða í langflestum tilvikum, sem stundum er til þess að fólk treystir sér ekki að sækja um. Auk þess eru svo miklar mannabreytingar í starfsliði félagsþjónustunnar og oft starfsfólk sem er ekki altalandi á íslensku. Þetta er bara þröskuldur sem allt of margir sem eru veikir fyrir treysta sér ekki í.
Ég veit það sjálf að það er gott að fá félagsþjónustuna til að aðstoða við það sem maður getur ekki sjálfur, en á móti er mjög erfitt að fá alltaf nýtt og nýtt fólk inn á heimilið sinn og rjúfa þannig friðhelgina fyrir fólki sem maður þekkir ekki neitt og veit ekkert um.
Öryrkjablokkirnar eru eins og hverjar aðrar blokkir án þjónustu. Þær stærstu og elstu eru barn síns tíma. Verið er að vinna í að laga ástandið þar með ýmsum aðgerðum sem skrifað hefur verið mikið um, þó mest af vanþekkingu þeirra sem ekki nenna að kynna sér málin. Það er miður, því alls kyns kjaftasögur fara af stað og orsaka svo öryggisleysi hjá fólki sem er oft ekki fært um að leita sér réttra upplýsinga. Skapar hjá þeim mikla sorg og eymd að óþörfu.
Í þessum íbúðum eins og öðrum, er friðhelgi einkalífsins virt, enda eru það mannréttindi. Hitt er svo annað mál félagsleg einangrun er þjóðarböl og fátækt meðal öryrkja gerir þá svo lamaða að margir eru ekki færir um að sækja þá aðstoð sem þó er í boði.
Ég sjálf hef, þegar ég hef haft heilsu til unnið í sjálfboðavinnu að ýmsum verkefnum ásamt öðru góðu fólki til að reyna að draga úr félagslegri einangrun. Í Hátúninu eru ýmis félög sem eru að vinna mjög gott starf, en á flestum póstum vantar sjálfboðaliða. Ekki er leyfilegt að fara og banka uppá hjá fólki sökum friðhelgisins. En stöðugt er unnið að því að koma upplýsingum til íbúanna um hvað er í boði í nágrenninu í þeirri von að það hjálpi fólki til að taka þau skref sem þarf.
Við hjónin ásamt vini okkar stofnuðum úrræði sem við nefndum Samveru og súpu í samvinnu við Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu 2002 sem þá var tilraunaverkefni til 2 mánaða varð 4 mánuðir og sannaði tilveru sína. Nú sér Guðrún K. Þórsdóttir djákni um þetta verkefni. Á þriðjudögum er elduð súpa og sótt brauð í Reynisbakarí sem er aðalstyrktaraðili verkefnisins. Þetta ásamt kaffi er selt á kostnaðarverði á þriðjudögum í félagsheimil Sjálfsbjargar sem leggur til salinn. Verkið er unnið af sjálfboðaliðum og en Guðrún kemur frá ÖBÍ og Laugarneskirkju. Nú verður starf hennar í þessari mynd lagt niður um áramót og er það miður. Verkefnið er því í uppnámi og því skora ég á alla sem vettlingi geta valdið að bjóða fram starfskrafta sína. Því þetta er eitt að þessum verkefnum sem er mjög gefandi en um leið hjálpar mörgum einstaklingum til að komast út úr húsi þó ekki sé nema í næsta hús. Það eru þó alltaf fyrstu skrefin.
Þetta er mjög sorglegt og því miður ekkert einsdæmi. Það að fá íbúð hjá Brynju, sem er húsfélag ÖBÍ, er ekki nein trygging fyrir öðru en húsnæði sem er tiltölulega öruggt. Ef þú hagar þér skikkanlega og borgar leiguna.
Það er engin þjónusta innifalin, þó í sumum sé ennþá húsvörður en hann fylgist bara með göngum ekki íbúunum sjálfum.
Í þeirri öryrkjablokk sem ég bý í er ekki húsvörður og formaður Hússjóðs Brynju, Helgi Hjörvar fullyrti það hér fyrir rúmu ári að það tíðkaðist ekki nútil dags að hafa húsverði og við það situr. Þrátt fyrir andmæli íbúanna sem fannst mikið öryggi af því að hafa húsvörð sem þó var bara í dagvinnu en bjó þó í húsinu. Ekki er neitt öryggiskerfi í húsinu af neinu tagi nema brunakerfi sem þó er ekki ekki fullkomið þó verið sé að vinna að endurbótum á því.
Sú þjónusta sem fólk getur fengið SÆKI ÞAÐ UM ÞAÐ SJÁLFT er á vegum félagsþjónustunnar annars vegar og heimahjúkrunar hinsvegar. Punktur basta. Já og nota bene fyrir hana þarf að greiða í langflestum tilvikum, sem stundum er til þess að fólk treystir sér ekki að sækja um. Auk þess eru svo miklar mannabreytingar í starfsliði félagsþjónustunnar og oft starfsfólk sem er ekki altalandi á íslensku. Þetta er bara þröskuldur sem allt of margir sem eru veikir fyrir treysta sér ekki í.
Ég veit það sjálf að það er gott að fá félagsþjónustuna til að aðstoða við það sem maður getur ekki sjálfur, en á móti er mjög erfitt að fá alltaf nýtt og nýtt fólk inn á heimilið sinn og rjúfa þannig friðhelgina fyrir fólki sem maður þekkir ekki neitt og veit ekkert um.
Öryrkjablokkirnar eru eins og hverjar aðrar blokkir án þjónustu. Þær stærstu og elstu eru barn síns tíma. Verið er að vinna í að laga ástandið þar með ýmsum aðgerðum sem skrifað hefur verið mikið um, þó mest af vanþekkingu þeirra sem ekki nenna að kynna sér málin. Það er miður, því alls kyns kjaftasögur fara af stað og orsaka svo öryggisleysi hjá fólki sem er oft ekki fært um að leita sér réttra upplýsinga. Skapar hjá þeim mikla sorg og eymd að óþörfu.
Í þessum íbúðum eins og öðrum, er friðhelgi einkalífsins virt, enda eru það mannréttindi. Hitt er svo annað mál félagsleg einangrun er þjóðarböl og fátækt meðal öryrkja gerir þá svo lamaða að margir eru ekki færir um að sækja þá aðstoð sem þó er í boði.
Ég sjálf hef, þegar ég hef haft heilsu til unnið í sjálfboðavinnu að ýmsum verkefnum ásamt öðru góðu fólki til að reyna að draga úr félagslegri einangrun. Í Hátúninu eru ýmis félög sem eru að vinna mjög gott starf, en á flestum póstum vantar sjálfboðaliða. Ekki er leyfilegt að fara og banka uppá hjá fólki sökum friðhelgisins. En stöðugt er unnið að því að koma upplýsingum til íbúanna um hvað er í boði í nágrenninu í þeirri von að það hjálpi fólki til að taka þau skref sem þarf.
Við hjónin ásamt vini okkar stofnuðum úrræði sem við nefndum Samveru og súpu í samvinnu við Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu 2002 sem þá var tilraunaverkefni til 2 mánaða varð 4 mánuðir og sannaði tilveru sína. Nú sér Guðrún K. Þórsdóttir djákni um þetta verkefni. Á þriðjudögum er elduð súpa og sótt brauð í Reynisbakarí sem er aðalstyrktaraðili verkefnisins. Þetta ásamt kaffi er selt á kostnaðarverði á þriðjudögum í félagsheimil Sjálfsbjargar sem leggur til salinn. Verkið er unnið af sjálfboðaliðum og en Guðrún kemur frá ÖBÍ og Laugarneskirkju. Nú verður starf hennar í þessari mynd lagt niður um áramót og er það miður. Verkefnið er því í uppnámi og því skora ég á alla sem vettlingi geta valdið að bjóða fram starfskrafta sína. Því þetta er eitt að þessum verkefnum sem er mjög gefandi en um leið hjálpar mörgum einstaklingum til að komast út úr húsi þó ekki sé nema í næsta hús. Það eru þó alltaf fyrstu skrefin.