Slegin út

Síðustu daga hafa verið heilt helvíti og út tók í nótt og dag. Ég er búin að vera með hrikalega verki í hægri síðunni. Vefjagigtin hefur sest það að, af fullum þunga. Hélt ég myndi ekki lifa nóttina af. Hef ekki verið svona slæm lengi og því sein að grípa í sterkustu lyfin. Alltaf að vona að þessu linni.

Ég tók þá ákvörðun fyrir nokkrum árum að ég ætlaði að stjórna mínu lífi sjálf EKKI verkirnir. Mér hefur tekist það allvel oftast nær. Bara bitið á jaxlinn og haldið mínu striki í því sem ég hef verið að gera. Eftir nóttina í nótt fór ég aftur í rúmið og reyndi að haga mér eins og flestir gera þegar þeir eru veikir. Mínum heittelskaða brá við og kom og tékkaði undrandi á kellu. En ekki tókst mér nú að liggja fyrir verkjum. Tók allar slökunaræfingar sem ég kann og hugleiðslu og helling af pillum, ekkert gekk.  Fór þá á stjá og hengslaðist um íbúðina. Stebba vinkona kom seinnipartinn og þá gat ég gleymt mér aðeins (eða að pillurnar virkuðu loks) Fór svo á æfingu með Hjólastólasveitinni. Kom heim kvalin. Reyndi að horfa á sjónvarpið með hitapoka en athyglin öll á háværum verkjunum.

Verst að verkirnir eru svo miklir að ég get alls ekki gert það sem ég ætla mér eins og oftast áður. Arg............. þoli þetta ekki.

Ætla að skoða lyfjaskápinn vel að innan fyrir nóttina. Hitti svo sjúkraþjálfann aftur á morgun, verst að ég held að engin töfraráð dugi núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku vinkona ! Hlakka alltaf til að lesa bloggið þitt, svo einlægt og opið. En þetta síðasta hljóma ekki gott. Sendi þér fallegar hugsanir Ása mín. Og takk fyrir myndirnar úr Mosó.

Knús og baráttukveðjur,

Björg

björg (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 23:04

2 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Æ leiðinlegt að heyra að þú sért svona slæm. Er ekki líkaminn að segja þér að slaka aðeins á? Held þú ættir að vera með tærnar upp í loft og láta hann bróður minn stjana við þig. Svo er ég viss um að hún Hekla er alveg til í að stjana við hana ömmu sína líka.

Kv. dóttirin 

Sigrún Ósk Arnardóttir, 13.12.2007 kl. 00:10

3 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Sæl Ása mín, ég vona innilega að þú hristir þetta af þér með hjálp lyfja og sjúkraþjálfara. En þetta er ömurleg líðan, þú átt alla mín samúð.

Vilborg Valgarðsdóttir, 13.12.2007 kl. 11:01

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Skrýtið, ég ætlaði einmitt að segja líka, þú átt alla mína samúð. Annars var ég sjálf að drepast úr verkjum í mjöðminni, bakinu og hnénu í nótt eftir að hafa tekið eina tiltektarrispu.

Svava frá Strandbergi , 13.12.2007 kl. 19:09

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Slæmt að heyra hvað þér liður illa mín kæra.  Verkið geta alveg gert mann ga ga. Ég er svo óheppin að geta ekki tekið verkjalyf, hvort sem það er paratabs eða eitthvað annað. Vona að þú eigir góðan morgunda.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.12.2007 kl. 00:30

6 Smámynd: Stefán Þórður Guðjónsson

Sæll Asa

eg er ad pruva ad blogga. 

fastboy.blog.is 

Stebbi

Stefán Þórður Guðjónsson, 14.12.2007 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband