Bömmer, alveg ráðþrota

Dóttirin vakti mig snemma í morgun og sendi mig í björgunarleiðangur uppí Breiðholt til að bjarga prinsessunni frá því að vera einmana þar sem búið var að banna henni að fara í skólann. Sú stutta er nú ekkert hrifin af þessu, vill fara í skólann. Jæja en hún fær nú ekki að ráða núna allir ættliðir sammála um það í báðum fjölskyldum ;-)

Við erum búnar að taka það rólega hér, föndra smá, baka smá og tala heilmikið. Haldiði að það komi bara ekki uppúr kafinu að sú stutta TRÚIR ekki lengur á jólasveinana !!! Sama hvaða rök ég færi henni verður ekki snúið. Ég er búin að reyna að sannfæra hana á ýmsan máta án árangurs. Samt setur hún skóinn í gluggann og segir að það fari eftir pabba sínum hvort hún fái eitthvað í hann eða ekki. Og ekki nóg með það þá segir hún að mamma sín fái í skóinn líka !!! Veit ekki hvað er að gerast í Blikahólunum. Ég sem trúi enn á jólasveinana. Veit samt að flestir þeir sem við sjáum eru  því miður lélegar eftirlíkingar.

Tengdasonurinn sem er ekkert fyrir jólastúss gefur sem sagt þeim mæðgum í skóinn ef trúa skal prinsessunni. Botna ekkert í þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband