17.12.2007 | 23:10
Stungin af til Akureyrar í fylgd með frægum
Já veðrið er farið að pirra mig. Eins og ég elska karakterinn í íslenska veðrinu. Ætla að henda mér norður yfir heiðar á morgun í eins og sólahring. Það fór sem sagt ekki svo að þetta yrði fyrsta árið í lífi mínu sem ég kem ekki til Akureyrar, öll él birtir um síðir og tækifærin detta í hendurnar á manni stundum. Ekki það að heilsan leyfi þetta neitt en what a hell !!! Ég ætla að taka völdin aftur þó ég sé að drepast, dey þá sæl. Og einhver annar eldar á aðfangadagskvöld.......
Minn heittelskaði sló svo í gegn í Þjóðminjasafninu á fimmtudaginn ásamt Hjólastólasveitinni að þau voru pöntuð norður á Lokahátíð Evrópuárs jafnra tækifæra. Munu þar skemmta í 5 - 7 skólum. Duglegir strákarnir, já þeir skilja kvenhelming Hjólastólasveitarinnar eftir heima í þetta sinn. En taka okkur Ágústu með í staðinn :-) Ég fæ að vera hljóðmaður er orðinn svaka tæknigúró, vonandi klúðra ég þessu ekki algerlega.
Bjögga mín kæra vinkona úr Vin er svo hugulsöm að hún er búin að taka að sér sölumennsku á skartinu mínu. Ég hef ekki haft neina orku í það ekki einu sinni sett inn myndir af því nýjasta. En tek samt enn við pöntunum fyrir jól. Það nýjasta í bransanum eru sett með íslensku slípuðu hraungrýti. Mjög fallegt. Takk Bjögga mín sú hefur nú aldeilis reynst mér vel gegnum tíðina.
Takk fyrir alla samúðina og hlýhuginn, veit að ég á marga góða að og hef símanúmerin. Þetta mun allt takast, maður dregur bara úr kröfunum. Og kveikir á fleiri kertum og góðri músík. Örugglega verður þá allt til þegar útvarpsmessan hefst kl. 6 á aðfangadag. Elska ykkur öll.
Athugasemdir
Rosalega öfunda ég þig. Ef ég gæti verið einhversstaðar annarsstaðar en þar sem ég verð um jólin, mundi ég velja Akureyri. Hafðu það gott fyrir norðan. Ég var loksins að skoða myndirnar af listaverkum þínum. Held að við þurfum að tala saman eftir áramótin. Væri rosalega mikið til í fallega símafesti. Knús.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 23:30
Gleðileg og vonandi verkjalaus jól, Ása Hildur. Takk fyrir gamla árið. Sjáumst á nýja árinu.
Svava frá Strandbergi , 21.12.2007 kl. 00:13
Góðar stundir um hátíðarnar
Marta B Helgadóttir, 21.12.2007 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.