rólegheit og meiri rólegheit

Hef ekki í annan tíma upplifað meiri rólegheit en hafa verið þessa jóladaga. Hér var allt með hefðbundnu sniði á aðfangadag, Palli og Frosti í mat hjá okkur og svo farið til Blikabúa um kvöldið. Á jóladag var svo hefðbundið jólaboð í tengdafjölskyldunni með snjóstormi og tilheyrandi. Þetta var allt indislegt, góður matur, gott fólk og kósýheit.

Þess utan höfum við lufsast hér um á náttfötunum langt fram eftir degi og ekki gert nokkurn skapaðan hlut. Tölvan mín neitar að koma úr jólafríi svo ekki hefur verið hangið í tölvuverkefnum þó aðeins hafi nú verið kíkt á netið í bóndans vél. Fór og fjárfesti í nýjum prentara í dag til að reyna að lokka tölvuna heim, án árangurs ennþá. 

Á morgun verður jólaboð hjá Palla þar sem mín fjölskylda hittist þe. þeir sem enn eru ekki flúnir land. Hlakka til. Annars stefnir í róleg áramót og letilíf til 3. jan. en þá verður hafist handa við Gaukshreiðrið á fullu aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að þér líður vel mín kæra.  Njóttu frísins.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.12.2007 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband