Hver kemur og bjargar manni?

Já tek undir orð fjölmargra bloggvina minna. Þið sem ætlið að kaupa flugelda endilega kaupið þá hjá Hjálparsveitunum. Þetta er þeirra eina stóra fjáröflunarleið. Allan hringinn um Ísland eru starfandi björgunarsveitir af ýmsu tagi sem vinna alla sína vinnu í sjálfboðavinnu. Standa vaktina 24 stundir á dag alla daga ársins. Og hlaupa frá öllu, fjölskyldu, vinnu og hverju sem er til að koma okkur til bjargar ef á þarf að halda. 

Ég er raunar þeirrar skoðunar að þeir eigi að fá einkaleyfi á flugeldasölu þar sem þessi starfsemi þeirra er svo mikilvæg í okkar þjóðfélagi. Og einstök í öllum heiminum. Stórviðrin síðustu daga ættu að vera okkur enn í fersku minni þar sem ótal björgunarmenn komu til starfa. Þegar náttúruhamfarir verða, stórslys, sjóslys, fólk týnist eða eitthvað fer úrskeiðis eru þessir menn komnir með rétta búnaðinn á knowinu.

Þar sem löggæslan í landinu er undirmönnuð og við virðumst ekki hafa efni á að fjármagna hana betur, sem er hlutur sem ég skil alls ekki. Þá held ég að enn mikilvægara sé að styðja hressilega við sveitirnar. 

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

jebb Sammála

Jóna Á. Gísladóttir, 29.12.2007 kl. 13:02

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Algjörlega sammála. 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 14:48

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sammála. Óska þér og þínum gæfuríks nýs árs. Þakka fyrir gott bloggár.

Svava frá Strandbergi , 29.12.2007 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband