Áskorun

Ég er ein af þeim sem elska jólaljósin og finnst þau skipta sköpum um hvernig maður upplifir skammdegið hér á norðurhjara veraldar. Nú er kominn þrettándinn og þá taka margir niður jólaskrautið. Mig langar til að skora á ykkur lesendur góðir, að leyfa jólaljósunum að lifa lengur, allavega út janúar. Bara svona til að stytta þetta myrkra tímabil hér á Íslandi.

Annars bara allt gott að frétta hér. Yndisleg jól og enn yndislegri áramót, mikil hvíld og fjölskyldusamvera. Hef ekki nennt að blogga mikið þar sem ég er enn ekki komin með mína tölvu í lag. Æfingar á Gaukshreiðrinu eru komnar á fullt skrið aftur og félagsmálin öll komin á fullt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

ég tók niður allt jólaskraut í dag en seríurnar fá sko að hanga uppi út janúar (hef haft það svoleiðis síðustu 2 ár), ekki veitir af að lýsa upp skammdegið

Svanhildur Karlsdóttir, 6.1.2008 kl. 20:18

2 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Alveg er ég innilega sammála þér með jólaljósin. Um að gera að leyfa þeim að loga lengur.

Björg K. Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 20:21

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er búin að taka niður jólaskrautið en er með hvítar og gular seríur ennþá uppi og hef logandi fram í apríl

Ásdís Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 21:50

4 Smámynd: arnar valgeirsson

þar sem ég skreytti á jóladag þá tek ég dótið niður einhverntíma fyrir páska. það er líka orðið svo fjandi stutt milli jóla svona í seinni tíð.....

arnar valgeirsson, 6.1.2008 kl. 22:49

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Alveg er ég sammála með jólaljósin, læt þau loga fram eftir janúarmánuði.

Marta B Helgadóttir, 8.1.2008 kl. 01:36

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Mín eru enn uppi enda hengdi ég þau upp fyrir áramótin Ljós eru falleg og ég er alveg sammála. Leyfa þeim að hanga.

Gleðilegt ár Ása mín! Takk fyrir bloggvináttuna og önnur kynni! Gangi ykkur vel með Gaukshreiðrið. Þetta er áhugavert verkefni og örugglega skemmtilegt!

Laufey Ólafsdóttir, 8.1.2008 kl. 18:32

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hér loga sko seríur bæði á trjám í fram og bakgarði og á svölum. Get ekki hugsað mér að taka þetta niður.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.1.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband