Já eigum við ekki að taka þetta upp líka

Kína í gær Ástralía í dag. Væri ekki ráð að við hugsuðum okkur til hreyfings líka. Það er einhvernvegin þannig með landann að það þarf að banna alla skapað hluti svo við hugsum. Tóm forræðishyggja mikilvæg hjá þessari gáfuðustu, hamingjusömustu og ríkustu þjóð í heimi.

Alla vega ég er hlynnt þessu þó sjálf sé ég hinn versti umhverfissóði og játa það hér með. Hef oft hugsað þetta en gríp svo í næsta plastpoka í verslunum eins og allir hinir. Já við erum hjarðþjóð og þurfum boð og bönn eins og það er nú merkilegt.  

Annars bara allt gott að frétta úr húsinu á Sléttunni þrátt fyrir bloggleti sem skýrist aðallega af fjarvistum tölvuengilsins míns sem hefur tekið miklu ástfóstri við snjóvél eina í Sólheimunum og harðneitar að koma heim. Fréttir herma þó að nú eigi að fara að pakka vélinni niður með jólatrénu sem það blæs snjónum yfir og kannski hún skili sér þá heim aftur.

Annars eru félagsmálin fyrirferðarmikil þennan mánuðinn, fullt af fundum og æfingar á Gaukshreiðrinu alla daga og alls kyns framkvæmdir því tengt.

Enn höfum við ekki fundið manneskju til að hafa yfirumsjón með búningunum í verkinu svo ef þú veist um einhvern sem kann á slíka hluti endilega verið í bandi.... 


mbl.is Notkun plastpoka verði hætt á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 
 







Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2008 kl. 23:49

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

What??? Sem bíllaus manneskja sem oft fer fótgangandi í Bónus finnast mér þetta vafasamar upplýsingar. Bréfpokar? Ekki séns að rogast heim með þá. Taupokar eru sök sér en í hvað pakkar maður þá ruslinu? 

Gangi þér annars vel. Ég hóa ef ég finn búningamanneskju á lausu

Laufey Ólafsdóttir, 17.1.2008 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband