19.1.2008 | 00:57
Jólatré og ýmis áform
Ég held ég hafi slegið met þetta árið, 18. jan. og jólatréð fór niður í kvöld. Hef oft verið sein með þetta en aldrei eins og nú. Er enn með seríur í gluggum og hillum og jólaskraut hér og þar. Tími ekki að taka það niður strax, já og nenni því ekki.
Það er svo margt margt skemmtilegra og meira spennandi að gera. Æfingar á Gaukshreiðrinu á fullu og gengur mjög vel. Ekki gengur eins vel með leikmyndina en er þó að sleppa fyrir horn. Búningamál enn ekki komin í horfið, gengur illa að finna manneskju í það. Vantar líka tæknimann. Ég elska þennan tíma þegar æfingar og uppsetning á leikriti er á fullu. Ég finn að ég get ýmislegt og geri það. Annað get ég ekki og þá er alltaf einhver annar sem getur það. Ég er að starfa með stórum hóp af fólki sem hver og einn er sérstakur og yndislegur. Ég er svo þakklát fyrir að fá tækifæri til að njóta mín í þessum félagsskap.
Nú er líka vinna við undirbúning ferða ársins hjá Ferðafélaginu Víðsýn þar sem ég er í stjórn á fullu skriði og mikið unnið og kafað á netinu, miklar pælingar í gangi og ég held það sé alveg að verða öruggt að ég kíki út fyrir landsteinana í ár í þeim frábæra félagsskap. Bjögga vinkona mín og umboðsmaður hefur séð til þess. Takk Bjögga mín.
Nú svo er Hjólastólasveitin líka á fullu, verður með uppistand í Hafnarhúsinu 7. feb. ásamt Hundi í Óskilum. Æfingar þar á fullu líka og ýmislegt spennandi í bígerð. Þar er stefnt hátt þetta árið svo líklega fæ ég ekkert tækifæri til að leggjast í leti næstu mánuðina. Reyni samt að passa að hvíla mig á milli og hlíða Gústa mínum sjúkraþjálfara svo maður hafi nú orku í þetta.
Kannski kalla ég út björgunarsveit í vor til að taka rest af jóladóti niður eða ekki.....
Verð með jólahúfu á bloggmyndinni þar til tölvan mín birtist heima með Photoshoppið og alla dásemdina sem ég sakna svo mikið.
Athugasemdir
18. jan? Kallarðu það seint? ég held ég ræði mín jólatrésmál við einhvern annan! Víkingasveitin mætir á staðinn og rífur niður restina af skrautinu
Gangi þér annars vel!
Laufey Ólafsdóttir, 19.1.2008 kl. 01:09
Ég sakna jólatrésins alveg rosalega, og líka pakkanna.
kloi, 19.1.2008 kl. 01:13
Ég var nú að skrifa jólakortin áðan, slæ þig algjörlega út. Maður verður bara að gera etta þegar tími er til. Eigðu góða helgi.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2008 kl. 01:16
Getur maður enn skrifað jólakort? Þetta eru bestu fréttir sem ég hef heyrt lengi. Ég ætla strax að skrifa mín
Laufey Ólafsdóttir, 19.1.2008 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.