Eftir annasama helgi spyr ég hvort þú getir hjálpað okkur í Halaleikhópnum?

Nú er allt að verða vitlaust í vinnu kringum leiklistina. Ef það er ekki æfing á Gaukshreiðrinu þá er það æfing á Hjólastólasveitinni. Bæði verður frumsýnt í byrjun febrúar svo endilega fylgjast með á www.halaleikhopurinn.is.

Ég var sem sagt á laugardaginn á æfingu með Hjólastólasveinta hér heima í stofu. Heilmikið af nýju efni komið inn. Við munum troða uppi á Vetrarhátíð ásamt Hundi í Óskilum í Hafnarhúsinu 7. febrúar nk. kl. 21.00 og frítt inn. Bara gaman á þeim bæ sem starfar nú sjálfstætt, komin með kennitölu og alles. Steft á heimildarmynd í sumar.

Á laugardagskvöldið var kíkt í 40 ára afmæli hjá vini okkar hjóna og leikfélaga Kidda 3 eins og við köllum hann. Gott partý. Til hamingju með daginn kallinn minn. 

Á Sunnudaginn var svo Gaukshreiðrið. Fullt rennsli og allt í góðum gír, fengum lángþráðan hljóðmann til liðs við okkur og tónlistarmann sem ætlar að spila á sög í leikritinu. Einar Jörgensen nýji smiðurinn okkar hefur farið hamförum og Maggi ljósálfur fer líka hamförum sem og margir aðrir duglegir menn og konur. Það eru alger forréttindi að vinna með svona duglegu fólki. 

Á sunnudagskvöldið var svo okkur vinunum úr Vin boðið í Borgaleikhúsið að sjá ræðismannsskrifstofuna. Um ýmislegt merkileg sú sýning en hún höfðaði ekki til mín, kannski var ég bara orðin of þreytt. Skemmti mér þó ágætlega. 

Dagurinn í dag fór í að sinna Heklu og koma henni í dans. Heppin með þá stúlku líka. Bókaormur eins og afi og amma.

En enn vantar okkur ansi margt í leikmynd og búninga set listan hér fyrir neðan ef þú átt eitthvað af þessu og getur lánað eða gefið okkur hafið þá sambandi asahildur@internet.is

 

BÚNINGAR SEM VANTAR:

Reykslopp (silki td.) medium
3 Náttbuxur herra
2 Herrainniskó no. 41
Herrainnskó no. 42
Herrrainnskór no. 40 (hommalegir)
Herrainnskór no. 43
Hvítir klossar (spítalaskór) no. 44
Hvítir klossar (spítalaskór) no. 43
2 bláar herragallabuxur no. 29
Hvítir kvk.innskór no. 37 f. breiðan fót
Hvítir inniskór no. 37 kvk.
Hvítir inniskór no. 35-7 f. breiðan fót

Fleira af búningum á eftir að bætast á listann

Leikmunir sem okkur vantar:

2 stk ca. líters áfengisflöskur (plast)
5 lyklakyppur á hjóli/keðju
bakki undir lyfjagjafarbolla
litla skrifblokk
ermahlífar og gúmmíhanska
handtöskur/tuðrur (skoða seinna)
Hálskragi mjúkur (eins og er notaður eftir slys)
Hitapoki gamaldags
Hljómgræjur í búrið
jesúmyndir á vegg, frekar stóra
Jólaseríur auðvitað
klemmuspjöldin og upplýsingar fyrir þau
kveikjara
Lyfjaflöskur allar gerðir
Lyfjaglös allar gerðir
Lyfjaskápur stór með glerhurð
lykla slatta af þeim
peningaseðla (gerfi)
pillur helling (ekki lyf)
Plastblóm/Silkiblóm ???
Póstkort sem má skemma
rafmagnsrakvél, hljóðið verður að virka
Sjúkraskýrslueyðublöð
sjúkraspjald
Skýrsla um vinninga McMurphys
spennitreyju
sprengjudót f Scanlon
8 strimlagardínur 120 * 100
Tuðra (íþróttataska)
Spraybrúsa (hreingerninga)
tyggjóPLÖTUpakka
varalitapensill

 

Listinn er svo jafnóðum uppfærður á vef Halaleikhópsins www.halaleikhopurinn.is þar má svo sjá myndir og fræðast um þennan merkilega leikhóp sem hefur heltekið mig.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Má ég nota þetta sem afsökun til að taka til í geymslunni hjá mér?

Læt þig vita ef ég finn eitthvað af þessu. Gangi ykkur vel! 

Laufey Ólafsdóttir, 23.1.2008 kl. 00:37

2 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Þú segir nokkuð Dúa. Veistu hvar ég fæ það?

jú jú Laufey fín afsökun til að taka til í geymslunni og ef þú ert kominn í geymslustuð þá eru tvær geymslur hér sem þarf að taka ærlega til hendinni í og þú ert sko velkomin í verkið :-)

Svo er að sjálfsögðu búið að uppfæra listann á vef Halaleikhópsins

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 23.1.2008 kl. 01:14

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gangi ykkur vel að redda þessu, hef ekkert sem ég get látið af hendi.  Kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 21:35

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

úpps, talaði af mér! Mín geymsla er sko alveg nóg! Tek út tiltektarkvótann fyrir árið ef ég lýk við hana!

Laufey Ólafsdóttir, 25.1.2008 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband