24.1.2008 | 13:05
Skömm og múgsefjun
Ég hef sjaldan orðið eins hissa og á leið heim úr sjúkraþjálfun í dag þegar ég hlustaði á múgöskur í útvarpinu í beinni útsendingu af borgarstjórnarfundi á Bylgjunni rúmlega 12 í dag.
Er fólk alveg að tapa sér, það hagaði sér eins og verstu fótboltabullur í borgarstjórnasalnum. Jú vissulega eru umdeild mál í gangi og ætla ég ekki að tjá mig um þá vitleysu alla. En nú skammast ég mín fyrir að vera Reykvíkingur. Ég skil ekki að salurinn skildi ekki vera rýmdur samstundis og útsending stoppuð.
Ég veit að erfitt getur verið að bera virðingu í sirkusnum öllum, en þetta er vettvangur borgarinnar og þar ber að fara eftir lögum og reglum. Ég hef oft setið í áhorfendastúku á alþingi og þar er fólki hent út umsvifalaust ef það sýnir einhverja háreysti eða truflun.
Þetta fólk þarf vinnufrið til að koma málunum í lag okkur borgarbúum til heilla, hver svo sem er í meirihluta. Við megum heldur ekki tapa okkur í persónulegu skítkasti. Æ ég veit ekki hvað á að segja en er hneyksluð á áhorfendum í borgarstjórnarsal og fjölmiðlum að viðhalda sirkusnum. Bara varð að tjá mig smá um þetta.
Hávær mótmæli í Ráðhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Ása Hildur. Ég er sammála þér. Það er samt skrýtið að sama fólk og talar um að verið sé að verðfella stjórnmálamenn hvatti til þessara mótmæla og er hæst ánægt með þau. Þetta var kallað frekja í mínu ungdæmi. Svandís heldur að hún geti flutt hjartað úr Reykjavík inn í ráðhúsið og heimtað völdin þannig. Ég hélt að það þyrfti að kjósa um það. Það ætti að vera mjög öflugt aðhald sem þessi nýja meirihlutastjórn fær með hana í minnihluta. Hún er öflug ung kona.
Gott að búa í Kópavogi :) kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 24.1.2008 kl. 13:15
Útsending stoppuð? Er þér alvara, er þá málið að þér finnist þetta ekki vera fréttnæt eða finnst þér bara að óþægilegar fréttir ætti að ritskoða?
Þó svo að ég sé ekki fylgjandi svona framkomu og finnst þetta minnkandi fyrir þá sem taka þátt í svona löguðu þá er þetta í raun óumflýjanlegur hluti af lýðræðinu hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ég held þú hafir hitt naglann á höfuðið með eitt, fólk er að tapa sér yfir þessu og þetta eru viðbrögðin við því þegar maður sem lagði á ráðin um að sundra borgarstjórn fyrir hundrað dögum gerir það aftur af hreinum eiginhagsmunum, því ekki gerði hann það í umboði flokksins síns og einungis rúmlega helmingur þeirra sem kusu Frjálslynda í síðustu kosningum vilja sjá hann sem borgarstjóra.
gummih, 24.1.2008 kl. 13:22
Þetta er ljótt mál, annað vil ég ekki segja, nema að það er gott að búa á Selfossi.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 15:46
Ég verð að segja hefði salurinn verið rýmdur í gær þá fyst hefði allt orðið vitlaust.En varðandi nýja meirihlutann heitir þetta valdagræðgi og ekkert annað
Jón (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 08:20
Ása, karlinn var ekkert smá æstur í gær...... hann er kominn í kosningahaminn. Maður fær þá kannski rækjur ef Samfylkingunni gengur vel ......
kloi, 25.1.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.