Það er töff vera geðveikur

Þetta er fræg setning úr bransanum.  Og hana má túlka á ýmsan hátt. Mér blöskrar þeir fordómar sem fólk lætur út úr sér, greinilega þurfum við geðsjúklingar að standa betur saman og tjá okkur enn einu sinni opinberlega til að útrýma þessum fordómum. Höfum gert það áður og getum gert það aftur.

Nú hef ég ekki staðfestingu á því hvort Ólafur var frá vegna geðsjúkdóms eða hvaða geðsjúkdóm þá. En geri ráð fyrir að það hafi komið fram einhversstaðar eftir því hvernig umræðan er. Eitt veit ég og þekki vel að þó fólk veikist á einhverjum tímapunkti á geði þá þýðir það ekki að menn séu veikir alla tíð eða að menn séu ekki nýtir þjóðfélagsþegnar þar með. Talið er að 25% landsmanna á hverjum tíma þjáist að einhverjum geðsjúkdóm. Og ekki er 25% þjóðarinnar þar með úr leik fyrir lífstíð.

Fólk veikist oft tímabundið af geðsjúkdómum eins og öllum öðrum sjúkdómum. Í dag eru til góð lyf og ýmsar tegundir meðferða við þeim. Sem betur fer þá ná flestir sér sem leita meðferðar eins og Ólafur gerði. 0.7% þeirra sem veikjast ná sér ekki og verða þá geðfatlaðir. 0.7% af 25% er aðeins mjög smátt brot af þjóðinni.Hættið þessum fordómum og kynnið ykkur málin almennilega, nægar upplýsingar eru á netinu og á heilsugæslustöðvum og út um allt. Innbyrðið þær og meðtakið stoppum fordómana.

Ég er sjálf ein að þessum geðsjúklingum eða fyrrverandi geðsjúklingum því ég hef ekki veikst síðan 2002 en þá útskrifaðist ég af geðdeild eftir 5 ára meðferð sem heldur enn þann dag í dag. Þannig að ég veit alveg um hvað ég er að tala. Ég er reyndar ekki vinnufær en það er sökum annarrar fötlunar sem ég bý við. Ég verð þó alltaf öðru hvoru vör við þessa fordóma í minn garð þar sem hnýtt er í að ég sé ekki  virkur þjóðfélagsþegn. Ég er samt mjög virk í samfélaginu það vita þeir sem mig þekkja og þeir sem hafa fylgst með skrifum mínu sl. 3 ár í bloggheimum.

Eitt af mínum störfum í dag er að fara reglulega í kynningarheimsóknir á geðdeildir til að kynna Vin athvarf fyrir geðfatlaða fyrir þeim sjúklingum og starfsfólki sem þar er. Ég legg ýmislegt til samfélagsins í sjálfboðavinnu þó ekki skili ég miklu til skattakerfisins. Ég starfa með leikhóp þar sem fatlaðir og ófatlaðir eru vinna jöfnum höndum saman. Ég er í stjórnum og nefndum um ýmis mál sem tengjast málefnum fatlaðra og þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Ég starfa með ferðafélagi geðfatlaðra Vina. og fl. og fl.

Ætla ekki að koma með CV hér en bið fólk að hugsa áður en það lætur út úr sér fáfræði á opinberum vettvangi. Í heimi fatlaðra og sjúkra er stéttaskipting mjög rík og þar eru geðsjúkdómar neðstir. Að maður sem er nýrisinn uppúr veikindum á geði komist í borgarstjórastöðu lýsir fordómaleysi þeirra sem þar réðu málum. Tökum okkur það sjónarmið til fyrirmyndar.


mbl.is Ólafur: Aðalatriði að ég starfi af heilindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Já ég er sammála þér Ægir og er ekkert að tala um reiði fólks, skil hana vel. En mér finnst illa vegið að hugsanlegum fyrrverandi veikindum Ólafs það er það sem pirrar mig.

Ég eins og allir vonandi hef þá skoðun að heiðarleiki er einn af grunnkostunum sem stjórnmálamenn verða að búa yfir. En gleymum ekki að vera Víðsýn

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 26.1.2008 kl. 17:59

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það er ýkt geðveikt að vera geðveikur.

Svava frá Strandbergi , 28.1.2008 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband