29.1.2008 | 01:57
Sloppið fyrir horn....kannski
Prinsessan mín var hér í dag og kom með fulla tösku af fötum og efnum. Jú amma það er að koma öskudagur og ég er að hugsa um hvað þú getur saumað fyrir mig.......
Ég fékk hrikalegt hugarflog hugsandi um hvað ég er önnum kafin þessa dagana kvalin af samviskubiti yfir hve illa ég sinni fjölskyldunni. Tókst að halda andlitinu eins og ekkert var og sagði já hvað ertu að hugsa meðan ég fór yfir plan næstu daga á milljón til að reyna að finna smugu....
Æ bara Skógardís eða brúðarmær og dregur uppúr töskunni brúðameyjukjól vantar bara slör við hann. Hjúkkit hugsaði ég ekki mikið mál á blúndugardínur inní skáp.
En ég er samt frekar að hugsa um skógardísina.....
Uppúr töskunni dró hún svo hinar ýmsu flíkur í skógarlitum og klæddi sig í. Vantar bara meira blómamynstur og hlébarðaleggings sem fást í Söru.
Vá ég fylltist létti og hugsaði mamma hennar getur reddað leggingsinu og ég dró upp fullt af rósóttum slæðum í skógarlitunum úr slæðusafninu og hnýtti á hana hér og þar.
Hviss bang og kominn þessi fíni Skógardísarbúningur.
Nú er bara eftir að sjá hvort sú stutta eigi eftir að skipta um skoðun fram að Öskudegi.
Já talandi um þá stuttu þá fékk hún 12 bækur í jólagjöf og er búin að lesa þær allar og nokkrar í viðbót. Já allar í fullri lengd. Er nú búin að setja upp lestrarplan mánaðarins. Byrjaði á 1 Harry Potter og ætlar að taka alla syrpuna til upprifjunar, svo Eragon bækurnar og fleiri og fleiri taldi hún upp. Náði ekki nöfnunum var komin með svima þegar hún klikkti út með að í einni syrpunni væri ekki búið að þýða allar bækurnar á íslensku svo hún ætlaði að verða sér úti um ensk - íslenska orðabók og stauta sig gegnum þær.
Já ég hef fulla trú á að þessi stúlka klári þetta plan. Þegar ég var að diskutera við hana um hvort þetta væri nú ekki full mikið sagði hún Nei nei amma mín, ég kem til þín tvisvar í viku og leik við vinkonur mínar tvisvar í viku og fer til Svönu ömmu einu sinni í viku. Og svo er ég heima með fjölskyldunni um helgar.......
Hvað haldiði að þessi stúlka verði þegar hún verður stór?
Myndin er af þeim mæðgum Sigrún Ósk og Heklu frá í desember
Athugasemdir
Hún er náttúrulega alger snillingur hún dóttir mín.
En áttirðu ekki skárri mynd af mér samt? ÚFF
Sigrún Ósk Arnardóttir, 29.1.2008 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.