29.1.2008 | 17:18
Fyrirmyndarhúsmóðir
Eftir heilabrotin í gær og hraðspólunina tók ég til hendinni hér heima í dag. Þvoði og þurrkaði tvær fullar vélar af þvotti, gekk frá því og meira að segja tók fram strauborðið og straujaði heil ósköp. Meira að segja eldhúsgardínurnar svo kannski fara jólin af fjúka niður næstu daga hver veit.
Eldaði svo mat og beið með heimalagaða máltíð þegar sonurinn kom heim úr vinnunni. Nú er ég líka búin að setja í uppþvottavélina, ganga frá eldhúsinu og fara út með ruslið.
Hef á milli verka talað ljúflega við minn heittelskaða eiginmann. Svo nú get ég samvikskubitslaust farið á leiklistaræfingu fram eftir nóttu.
Athugasemdir
Djö. ertu búin að standa þig vel.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.